Á leiðinni heim í jólasteikina

Jebb það eru allar líkur á því að ég komi heim með krakkana í desember. Það er búið að ganga frá miðunum til Íslands og verið að vinna í miðunum til London. Vona að það gangi allt upp (ætti að gera það) Ég kem þá heim 30. nóv og fer ekki aftur út fyrr en 6. jan. Visa-ið okkar er að renna út hérna í Malasíu um mánaðarmótin og svo eru krakkarnir komnir í jólafrí 28. nóv þannig að þetta passar ágætlega. Ég ætla þá að vera voðalega dugleg að vinna í Gulli og Silfri fyrir jólin og krakkarnir eru að vonast til að fá að fara í skólann í des og hitta alla vinina. Það er enn þá óljóst hvort Óli komist heim, erum að láta okkur dreyma um að hann geti kíkt hingað milli jóla og nýárs og eytt með okkur áramótunum, það væri náttúrulega eðal. En það vilja auðvitað allir vera í fríi um jólin og Óli er auðvitað ekki búinn að vera vinna það lengi þannig að kannski erum við fullbjartsýn að þetta gangi upp.

Annars er bara allt gott að frétta héðan.  Við erum loksins búin að mála stofuna og skipta um ljós og vá hvað það er mikill munur!  Þannig að núna er manni loksins farið að líða eins og þetta sé okkar heimili.  Næst þurfum við bara að taka herbergin í gegn hjá krökkunum, þau eru frekar dull og svo auðvitað lítið sem ekkert af dóti.  Ætlum loksins að senda dótið okkar út núna í des (ætla fara í gegnum þetta þegar ég kem heim fyrst það er ekki enn búið að senda þetta, taka eitthvað úr og bæta einhverju við) og þá fá þau loksins eitthvað af dótinu sínu.  Svo erum við jafnvel að spá í að gefa þeim skrifborð+ stól og eitthvað fleira í jólagjöf og þá myndum við bara gera það þegar við kæmum út aftur eftir jól og taka þá herbergin þeirra í gegn, mála og svona.  

Við þurfum svo að fara verða duglegri að skoða okkur um hérna, erum búin að vera alltof löt í því.  Ætluðum reyndar að fara í Batu Caves um síðustu helgi, en þegar við ætluðum að leggja af stað gerði þessa líka þvílíku rigningu að við hættum við.  Þetta eru nefnilega hellar hérna rétt fyrir utan KL sem er einhver helgasti staðu hindúa hér á svæðinu.  Fyrir utan þá er risa gulllíkneski og svo þarf að ganga upp tæplega 300 tröppur að hellunum (ekki gaman í rigningu) og þar eru fullt af öpum sem borða af manni banana og hnetur (aðalaðdráttaraflið hjá krökkunum, heldur ekki skemmtilegt í rigningu).  Inni í hellunum er svo ekkert ljós nema geislar sólarinnar sem koma inn um göt í loftinu og það er víst ókostur að vera í hellum með götum að ofan í rigningu...  Þannig að stefnan er tekin að fara þangað eftir rúma viku og svo ætlum við Óli að reyna komast í Petronasturnana í næstu eða þarnæstu viku.  Annars erum við nú búin að kíkja aðeins aftur í Chinatown og Central market sem er þar rétt hjá.  Alltaf gaman að koma inn í Chinatown, það er eitthvað svo allt öðru vísi en allt heima og svona það sem maður er vanur.

Krökkunum gengur ágætlega í skólanum.  Sigurði samt áberandi betur en Sonju.  Ég er svolítið hissa og stressuð yfir því hvað það gengur hægt hjá Sonju Margréti að læra enskuna.  Hún er auðvitað bara búin að vera í skólanum í rúmlega 1 1/2 mánuð  en ég hélt samt að hún yrði fljótari að þessu.  Hún er auðvitað þrjóskari en allt þrjóskt og þegar hún byrjaði í skólanum tilkynnti hún okkur að hún ætlaði ekki að læra ensku því hún vildi það ekki og hún vildi bara vera í skóla á Íslandi.  Þannig að hún var svo sem ekkert að leggja sig fram til að byrja með.  Finn aðeins viðhorfsbreytingu hjá henni núna, en mér finnst hún bara ekki skilja neitt :(  Það er náttúrulega alveg til að flækja málin að skvísan er líka að læra Bahasa Melayu og Mandarin...  Svo erum við á leiðinni heim og ég er farin að hafa áhyggjur af því að þá gleymi hún því litla sem hún er búin að læra og ég þurfi að byrja alveg upp á nýtt.  En það verður þá bara að hafa það...  Krakkarnir hafa verið að taka rútuna í skólann núna í næstum tvær vikur og það hefur gengið mjög vel.  Það munar svakalega fyrir okkur í keyrslu, því það er svo mikil umferð á morgnanna.  Þá keyrum við þau upp í Damansara Heights, þaðan sem rútan fer og erum komin til baka kl. 7:30 í stað þess að vera koma heim kl. 9.  Við sækjum þau samt alltaf í skólann (ja, við eða Steinunn/Gummi sem eru að keyra á móti okkur) því rútan fer ekki úr skólanum fyrr en 4:30 og okkur finnst nú dagurinn vera ansi langur hjá þessum elskum þó svo við séum ekki að láta þau vera að bíða í klst eftir að skólinn er búinn og þar til rútan fer.  En það er líka mun minni umferð seinnipartinn og ekkert mál að skutlast eftir þeim 2-3x í viku.  Framundan eru svo annarpróf hjá krökkunum.  Sigurður fer að ég held í 9 próf og Sonja Margrét í 7 próf!  Þau eru sem sagt í prófum alla næstu viku þannig að þessi helgi og næsta vika verður örugglega svolítið erfið.  Síðasta vikan verður svo vonandi bara í léttari kantinum.  Veit t.d. að Sigurður og fleiri í 3rd grade eru að æfa jólaleikrit sem verður sýnt síðasta daginn fyrir jólafrí og hann á að leika jólasveininn og segja ho ho ho ;)

Ég hef fengið að hafa kallinn svolítið hjá mér að undanförnu, það voru felld niður einhver tvö flug og við höfum því haft fínan tíma saman.  Reyndar hefur Óli verið voða duglegur að vinna (teikna) á meðan en við höfum nú samt alveg fundið tíma til að kíkja í lunch, kíkja í bókabúðir, að ég tali nú ekki um nuddið sem við skelltum okkur loksins í vikunni (erum búin að vera á leiðinni síðan við komum út).  Ef rosterinn hans Óla breytist ekki, verður hann samt að vinna ansi mikið þangað til við förum út.  

Jæja ætla að láta þetta duga í bili.  Hlakka til að sjá alla á Fróni von bráðar og fer fram á að vera boðið í nokkra saumaklúbba og vona að einhver nenni jafnvel að kíkja með mér í lunch einhvern daginn...

Bíb...Rósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant bóka lunch með þér og líka hitting með krökkunum! Frábært að fá ykkur aðeins heim.....yes :)

Já þetta er ansi strembin vika....7 próf hjá 6 ára barni er alveg fullmikið finnst mér. Amk, ef ég miða við Harald og skólann hér heima. En ég sendi þeim alla mína lærdómsstrauma og ósk um velgengni.

Heyrumst sem fyrst aftur ....knús til ykkar allra.

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:13

2 identicon

Batu Caves er frábær staður...  ég fór fyrir 11-12 árum og minningin er enn ljóslifandi.    Mæli með að fara í góðu veðri... allavegana ekki í rigningu eins og þú skrifaðir sjálf ;)  

Dugleg eru þau að fara í skólarútuna... þau eru snillingar! 

Kossar, BJ

Bjarney Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband