Held ég sé að koma heim núna...

Ekkert heyrst frá mér lengi, en þetta er líka búin að vera óttalega erfiðir síðustu dagar og ég hef lítið verið í tölvunni.  

Glöggir hafa kannski tekið eftir því að við krakkarnir erum ekki komin heim til Íslands...  Við höfum sem sagt verið strandaglópar hér í Kuala Lumpur síðustu daga, "fórnarlömb" ástandsins í Bangkok.  Við vorum nefnilega með Standby miða með Etihad og áttum að leggja af stað á laugardagskvöldið.  Venjulega er ekkert mál að ferðast á þessum miðum og enginn sem við þekkjum hefur lent í vandræðum/misst af flugi áður.  Við höfum kannski þurft að fara á economy (þetta eru bissamiðar) en það er nú ekkert voða hræðilegt.  En núna er sem sagt allri umferð frá Bangkok beint til Kuala Lumpur og vélarnar því vel yfirbókaðar og standby fólk er ekki beint í forgangi (svona fyrir utan að Atlantaliðið er langt á eftir Etihadliðinu í forgang o.s.frv.)  Alla vega við fórum tvisvar upp á völl og biðum eftir að komast með en ekkert gékk.  Á sunnudaginn var vélin t.d. það mikið yfirbókuð að það var búið að yfirbóka um 22 eða 26 fullborgandi miða og svo voru rúmlega 40 aðrir standby...sem sagt lítil von fyrir okkur.  Töluðum við einhvern þarna á skrifstofunni hjá þeim og svona er ástandið hjá þeim framyfir næstu helgi (spurðum ekki lengra), amk 10-20 yfirbókaðir í hverja vél :(  

Á mánudaginn rann svo visaið okkar út og við vorum bara ekki í góðum málum.  Eyddum öllum deginu í immigration að reyna fá framlengingu.  Það á að vera ekkert mál að fá mánaðarframlengingu, en af því við vorum ekki með confirmed miða var þetta eitthvað rosavesen.  Á endanum fengum við þó 14 daga framlengingu og vorum bara ánægð með það.  Vorum síðust út þennan dag (alsíðust...) og greiddum fyrir þetta 300MYR (ca 12000 íslenskar krónur)  Var svo glöð að þetta fékkst í gegn að við fengum fólk yfir til okkar um kvöldið og ég fékk mér sko bara rauðvín!  Við vorum alla vega búim að kaupa okkur smá frest og sáum fram á að komast amk aftur inn í landið (sem er kostur þegar við/kallinn er baseaður hérna)  

Gærdagurinn fór svo allur í það að reyna að koma okkur á fraktarann hjá Atlanta sem fara átti til Amsterdam.  Reglan er sú að börn mega ekki fara um borð (öryggisreglur, eitthvað með neyðarútganga að gera)  en það var allt gert til að aðstoða okkur hjá Atlanta og við fengum leyfi hjá þeim, vorum búin að tala við flugstjórann og allt virtist klappað og klárt.  Krakkarnir voru farnir að sofa, spenntir að vakna um miðja nótt og leggja af stað og við búin að breyta Icelandairfluginu (í annað skiptið í vikunni) og panta hótel í Amsterdam þegar það var hringt í okkur seint í gærkvöldi og okkur tilkynnt að Malaysian hefði tekið fyrir að ég færi með krakkana í fraktarann.  Smá sjokkur og ég sá hreinlega ekki fram á það að við kæmumst heim.  En eftir mikla leit á netinu þar sem allt var ógó dýrt og algerlega ljóst að við værum ekki að fara að nota Etihadmiðana þar sem allt er upppantað hjá þeim framyfir þann tíma sem visaið rennur út næst tókum við þá ákvörðun að kaupa miða á yfirsprengdu verði og koma okkur bara heim sem fyrst.  Þannig að við krakkarnir eigum pantað flug með Malaysian rétt fyrir miðnætti í kvöld og ættum að vera komin heim seinnipartinn á fimmtudaginn ef allt gengur upp.  

Við erum náttúrulega nett á kúpunni eftir þetta og búið að tilkynna krökkunum að þetta verði jólagjöfin í ár og þau tóku bara vel í það, sérstaklega þegar við útskýrðum þetta allt fyrir þeim.  Við komumst bara að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki tekið það af þeim að fara heim.  Þau eru búin að hlakka svo mikið til og verða fyrir vonbrigðum (og brotna alveg niður) oftar en einu sinni síðustu vikuna að við gátum ekki hugsað okkur að hætta við ferðina þó svo það hefði verið eina rökrétta ákvörðunin svona peningalega séð.  Þannig að núna þarf ég að vera ógó dugleg og smíða á fullu fyrir jólin, Óli að teikna og fljúga og þá getum við vonandi borgað þetta sem fyrst ;)  Núna er ég bara að vona að Óli losni við flug sem hann er settur á 31. des og komist heim til okkar um áramótin, þá væri allt fullkomið (nema náttúrulega að Óli verður ekki með okkur um jólin...)

Ég ætla þess vegna að reyna koma mér út með krökkunum núna, leyfa þeim að leika sér aðeins í lauginni svona síðasta daginn, halda þeim vakandi þangað til við förum í loftið og þá vonandi sofa þau sem lengst ;)  Veit alla vega að það verður örugglega spennufall hjá mér þegar ég verð komin í loftið og þá væri gott að geta lagt sig aðeins...

Vona að ég sjá ykkur öll sem fyrst,

Kveðja frá Rósu sem er enn í Kuala... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfffff þetta er nú meira vesenið! Ég man reyndar vel þegar Haffi var á svona frímiðum og við að fara heim frá Spáni (flugum til og frá Lux). Vorum búin að keyra upp eftir í marga tíma og svo komst kannski bara einn heim eða tveir í þessa vél og hinir eftir 10 tíma. Svo var bara beðið eftir að hinir lentu heima í Keflavík. En mikið er ég glöð að þið eruð komin með miða og eruð á leiðinni til okkar. Já og til hamingju með framlenginguna.....verra að vera ólögleg og mega ekki koma inn í landið !!!

Góða ferð heim og sofiði vel á löngu leiðinni.

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband