Á lífi ;)

Hæ hæ hæ....já við erum enn í Malasíu, en ekki algerlega horfin af jarðkringlunni þó svo við höfum horfið úr netheimum! Við erum sem sagt loksins komin með landlínu og adsl og nú get ég farið að blogga eins og vindurinn ;) Tengingin er ekki eins góð og heima, en muuuunnn betri en þetta wi-fi drasl sem við vorum með áður.

Við höfum það ágætt hérna úti, ýmislegt sem við getum svo sem fundið að hlutunum (ekki allt alveg eins og við töldum að hlutirnir ættu að vera áður en við fórum út) en það er líka margt gott hérna og á meðan ástandið er eins og það er heima held ég að þetta sé bara ágætis staður til að vera á. Eina að það hefur auðvitað allt "hækkað" verulega síðan við komum út, enda stærstur hluti af Óla launum í íslenskum krónum og ringitið hér úti tengt dollar og við með íslensk kort til að ná peningunum út...ekki góð blanda í ástandinu heima. En við kvörtum ekki, það eru margir að fara mjög illa út úr þessu heima, margir sem okkur þykir vænt um og þá skammast maður sín fyrir að vera að væla yfir svona smámunum.

Þar sem það er orðið "pínu" langt síðan að ég skrifaði síðast hefur auðvitað margt gerst, þó aðallega heima á Íslandi. Krakkarnir voru í vikufríi hérna frá skólanum um síðustu mánaðarmót. Það var ósköp næs, en við gerðum svo sem ekki margt. Við náðum þó að fara eina ferð með Steinunni, Gumma og börnum uppí Genting Highlands sem er skemmtigarður upp á toppi fjalls. Það var fínasta ferð, reyndar svolítið mikið af fólki því að það voru allir í fríi en gaman. Þar sem þetta er svona ofarlega er mun kaldara þarna og Sonja Margrét var t.d. bara í flíspeysu og ég í síðerma gollu og allir í síðbuxum. Sigurður tók samt bara töffarann á þetta og var bara í sínum stuttermabol og ekkert múður! Náðum að fara í einhver tæki og skoða okkur aðeins um. Það gerði síðan hellirigningu þannig að allir fóru í innihlutann af garðinum og þá var svolítið troðið. En þetta var gaman og við keyptum okkur árspassa, þannig að við eigum eftir að fara þangað aftur með krakkana. Eina að ferðin upp fjallið reyndi svoooolítið á Proton lúxuskerruna. Ég hló mig næstum máttlausa á leiðinni upp þegar bíllinn var að erfiða upp brekkurnar og krakkarnir skildu ekkert hvað gekk að mömmu þeirra. En upp komst bíllinn og það var fyrir öllu. Leiðin til baka var svo mun auðveldari...

Krakkarnir fóru svo aftur í skólann í síðustu viku. Það var greinilega ekkert voða gott að taka svona vikufrí þegar þau voru nýbyrjuð því síðasta vika einkenndist svolítið af bakslagi hjá krökkunum og þau grétu til skiptis flesta morgna í síðustu viku og það var mjöööög erfitt að skilja þau eftir í skólanum. Ég grét og grét á leiðinni heim og var næstum bara farin heim. En það sem af er þessari viku hefur gengið mjög vel, 7-9-13. Þau tala samt mikið um Ísland og vini sína þar og vilja helst fara heim og það er erfitt að setjast niður með þeim og reyna útskýra fyrir þeim að við séum ekki á leiðinni heim alveg strax. Svo er maður með svolítið samviskubit yfir álaginu á þeim. Þau hafa ekkert náð að vera í fótbolta eða fimleikum eða neinu svoleiðis. Álagið á þeim í skólanum er það mikið að þau geta bara ekki meir þegar þau eru loksins komin heim. Þau eru farin út héðan um kl. 7 og eru að koma heim 4:15-4:30 og þá á oft eftir að læra slatta og svo þurfa þau að vera komin snemma í bólið þvi þau þurfa að vakna ekki seinna en 6:30. Og þetta er bara slatti fyrir ekki eldri börn. Sigurður er reyndar að byrja í fótbolta sem er á lau og sun. Þeir eru líka með æfingar í miðri viku annars staðar og eins eru æfingar 2x í viku í skólanum eftir að kennslu lýkur ef hann vill, en ég hugsa að við látum helgarnar duga á meðan hann er að komast inn í enskuna og skólann og sjáum til eftir áramót. Ég er svo enn að leita að einhverju fyrir Sonju að gera. Hef heyrt að einhverjar stelpnanna hérna séu í ballet og fleiri danstímum um helgar og mig langar að skoða það frekar.

Við Óli erum svo búin að vera ágætlega dugleg í ræktinni, Óli samt duglegri en ég. Við erum að fara 3x í viku í ræktina þegar við erum búin að keyra krakkana og svo er Óli búinn að vera duglegur að fara í tennis og squash með strákunum hérna. ÉG hef hins vegar ekki gert neitt annað :S En hey allt er betra en ekkert! Mig langar samt voða að fara í tennis og svona en ég er svo léleg að það er ekkert voða gaman fyrir Óla að spila við mig og fáar/engar stelpur sem ég hef heyrt um í tennis. En það er ágætt að vera alla vega komin af stað, það er oftast erfiðasti hjallurinn.

Fór svo í síðustu viku með henni Steinunni minni á svona art námskeið. Reyndar er þetta ekkert námskeið, heldur aðstaða með leiðbeinanda til að mála. Manni var bara hent beint í djúpu laugina og settur í það að fara að mála. Ég var ekkert yfir mig ánægð með þetta, en ætla að gefa þessu séns og er alla vega búin að borga fyrir 6 tíma og sé svo til að þeim loknum hvað ég geri með framhaldið.

Svo erum við búin að vera ágætlega duglega að hitta liðið hérna, búin að fara tvisvar út að borða með íslendingum hérna, þar af einu sinn bara stelpur/konur sem búa hérna og svo grillaði liðið hérna (íslendingar og útendingar sem starfa hjá Air Atlanta) og það var svaka skrall ;)

Svo er hún Sonja Margrét mín auðvitað orðin 6 ára. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... Við vorum ósköp róleg á afmælisdaginn hennar, enda búin að halda upp á afmælið heima. Skvísan fékk að opna einn pakka strax um morguninn sem var prinsessukóróna sem hún var búin að biðja um, því maður verður jú að vera með kórónu á afmælisdaginn. Hún klæddi sig svo beint í afmælisfötin sem hún var búin að velja mörgum dögum áður, bleikur sparikjóll og bleikir háhælaðir skór og svo var kórónan sett upp og þar var hún allan daginn. Hún fékk svo fullt af pökkum frá okkur og var þetta aðallega Barbie dót og svo brúsi og nestisbox (auðvitað Barbie) í skólann. Hún var hæstánægð með gjafirnar. Dúlluðum okkur svo bara frameftir degi, fórum í sund og svona og svo var afmælisbarnið búið að ákveða að við ættum að fara út að borða á Fridays. Þangað var auðvitað farið að ósk afmælisbarnsins og það var mjög fínt og hún hæstánægð og það var auðvitað fyrir öllu.

Annars var toppnum nú eiginlega náð hjá skvísunni núna í fyrradag. Þá fór fyrsta tönninn loksins og mæ ó mæ, hvað skvísan stækkaði við þetta. Hún er ekkert smá ánægð og brosir út í eitt :)

Annars erum við bara búin að vera í rólegheitagírnum. Óli var í fríi í gær og þá fórum við í smá bíltúr inn í Chinatown í Kuala Lumpur og það var gaman að sjá það. Fullt af "ekta" töskum og sólgleraugum úrum og alls kyns drasli. Keyptum ekkert núna, löbbuðum bara um og skoðuðum. Sóttum svo Sonju Margréti snemma eftir að hafa keyrt aðeins um og farið löngu leiðina í skólann. Sigurður var á fótboltaæfingu eftir skóla (eitthvað sports carnival framundan hjá þeim í skólanum, æfingin var eitthvað í tengslum við það) og kom heim með Tinnu seinna um "daginn". Skelltum krökkunum svo aðeins í sund, því aldrei þessu vant var óvenjulítið að læra og svo bara að borða og upp í rúm með krakkana.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Reyni svo að vera duglegri að skrifa núna þegar tengingin er orðin betri.

Kv. Rósa

P.s. það eru einhverjar myndir á facebookinu mínu. Smá reyndar síðan síðustu myndir fóru inn en ég ætla bæta úr því í vikunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Knús og kram héðan :-)

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.10.2008 kl. 02:59

2 identicon

Vá hvað ég er glöð að heyra loksins frá ykkur. Ég er búin að kíkja inn daglega og vona það besta!

Enn og aftur til hamingju með prinsessuna og tannmissirinn!!! Þau eru svo krúttleg svona þegar tennurnar byrja að fara.

Gangi ykkur vel áfram, sérstaklega krökkunum að aðlagast öllu þessu nýja.

Kv. Sirrý 

Sirrý (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:56

3 identicon

Sæl Rósa, gaman að heyra að allt gengur vel. Þetta með að allt þarna úti sé ekki alveg eins og þið bjuggust við þá held ég að ég muni detta í sömu gryfju með það en svona er það nú bara, maður er alltaf með einhverjar væntingar er það ekki? En ég er til í að koma með þér í tennis þegar við komum, mér finnst agalega gaman í einhverju svona, vera í action. Þýðir ekkert að plata mig í að fara að mála. Kíkjum á eitthvað sniðugt til að fá útrás. Við erum spennt að fara út sérstaklega útaf ástandinu. Vonum að fjármálakreppan nái nú ekki alla leið í austur. Endilega sendu mér línu á facebook ef þú vilt spjalla (Rebekka Rós)

Kveðja

Rebekka og Júlli(væntanlegir Malaysiufarar)

Rebekka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:53

4 identicon

Til  hamingju Sonja Margrét með tönnslu-missirinn ;)  !!   Sigurður harður af sér í kuldanum ;)    Héðan er allt ágætt... skrítið og erfitt ástand sem á eflaust ekki eftir að batna í bráð.   Þið megið þakka fyrir það að vera fjarri þessu rugli... svo lengi sem þið náið út pening --- margir verið að lenda í því erlendis að geta ekki tekið út.   Kossar og knús, Bjarney

Bjarney Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:37

5 identicon

Frábært að heyra frá ykkur. Væri svo til í að vera hjá ykkur, ekkert sérstakelga gaman á klakanum svo eru strákarnir líka búnir að vera svo veikir og þá sérstaklega Lúkas en ég er nokkuð bjartsýn í dag

Höfum verið með Ísabellu í nokkra daga, strákarnir elska hana svo mikið...og eru svakalega góðir við hana. Þegar Lúkasi leið sem verst þá vaknaði hann "voffa voffa..." og brosti út að eyrum. Bara stuð! Steinunn að vinna myrkrana á milli á tímabili út af þessu ástandi. Ísabellu líður mjög vel en saknar ykkar. Tók myndir set þær á barnaland vonandi fljótlega

Bið innilega að heilsa öllum, knús á fallegu frændsystkinin mín.

Elska ykkur mest!

Hafið það svakalega gott.

Knús og kossar, Berglind, Hrafn, Óskar og Lúkas.

Berglind (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:31

6 identicon

Mikið er gaman að lesa bloggið og sjá hvað er að gerast hjá ykkur.

Þetta er ábyggilega góður staður að vera á núna, í öllum hræringunum.

Kveðja,

Hildur

Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Steinunn Camilla

hæ yndin mín :) Knúúúúúús á Sonju Tannálf :)  og töffaraknús á harðjakslin Sigurð.
Sakna ykkar alveg fáránlega mikið. Vinkona mín var einmitt stödd í Kuala Lumpur um daginn og ég öfundaði hana svooo mikið, langaði svo að lauma mér í ferðatöskuna til að geta heilsað upp á ykkur. En maður fer bara leggja fyrir til að komast út til ykkar :)

Elska ykkur í tætlur

Knús
Steinunn

Steinunn Camilla, 16.10.2008 kl. 14:19

8 identicon

en hvað það er gott að heyra frá ykkur LOKSINS ;-)  allt gott að frétta hérna og er ekki alveg að skilja hvað þið eruð að tala um ástand !!!!! lifið er bara eins hérna muhaahahahhaa. hvaða hvaða þó að fólk sem hélt að það gæti keypt 15 milljón kr. jeppa iog 89 milljon kr. hús á 235% lánum sé eitthvað hissa þá reddast þetta allt. það sem drepur mann ekki styrkir mann bara. 'UFFF ein i pollýonnuleik en grínlaust þá þakka ég fyrir allt í dag og reyni að halda mig frá fréttum allavegana 3 tíma á dag ;-)..... Gabríela sagði mér að bankinn í grindavík (landsbankinn) væri farinn á kolllllinn hehe og spurði svo hvort að hann væri dáinn ??

en nóg í bili.

ástar og saknaðarkveðja frá okkur til ykkkkkar

grindavíkurgengið ;-) (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband