2.9.2008 | 22:47
Komin til Kuala Lumpur
Jæja þá erum við fjölskyldan komin til Kuala Lumpur og ég get farið að skrifa aftur hingað inn.
Síðustu dagarnir áður en við fórum út voru frekar crazy...get ekki sagt annað.
Óli kom heim á fimmtudaginn fyrir tæpum tveimur vikum (10 dögum áður en við fórum út) og strax það sama kvöld héldum við upp á afmælið hennar Sonju Margrétar. Skvísan veður ekki 6 ára fyrr en núna í lok september, en hún varð að fá smá veislu með ættingjum áður en hún fór út. Þetta árið var þó bara nánustu fjölskyldu boðið, ekkert vinaafmæli eða neitt svoleiðis. Krakkinn fékk fullt af ótrúlega flottum gjöfum og var í sjöunda himni með kvöldið.
Kvöldið eftir vorum við Óli svo með kveðjupartý fyrir vini okkar. Það var búið að safnast upp dágott safn af áfengi sem þurfti helst að klára fyrir brottflutning og því hóuðum við í vini okkar og báðum þá að aðstoða okkur. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og við vorum þvílíkt glöð með það að fá að hitta svona marga og kveðja áður en við fórum út, takk kærlega fyrir okkur þið sem mættuð.
Dagarnir þar á snérust aðallega um að pakka niður og koma öllu fyrir. Við náðum að koma fullt af dóti til vina okkar sem ætla að "passa" það þangað til við komum aftur, losuðum okkur við eitthvað, leigðum geymslu fyrir stóru hlutina, fengum að geyma dót í Grindavík hjá Birgi hennar Svövu og erum svo með óteljandi kassa og dót niðri í Víðigrund hjá m+p sem voru svo yndisleg að losa heilt herbergi fyrir okkur og það munar sko um minna!
Síðasta vika var líka merkileg fyrir krakkana en þá byrjaði skólinn. Sigurður fór í 3. bekk og hitti þar alla vini sína og hana Sirrý sína sem honum þykir mjög vænt um. Sonja Margrét fékk svo að byrja í 6 ára bekk í Snælandsskóla og var ekkert smá ánægð með það. Hún fór í 1.-D hjá henni Dóru og var í bekk með vinkonum sínum af leikskólanum, þeim Emmu Sól, Júlíu og Maríu Lenu. Hún fór auðvitað ekki nema heila 4 daga í skólann, það var vel þess virði að leyfa henni að byrja, hún alveg ljómaði þessi elska þegar hún var orðin skólastelpa og stækkaði auðvitað fullt.
Sigurður fékk svo að fara í veiðiferð með pabba sínum, afa, langafa og fleirum á þriðjudag og miðvikudag. Hann langaði svo að fá að fara vestur á Borgir áður en við færum út að ég hleypti þeim feðgum þangað, þó svo það væri yfirdrifið nóg að gera við pakka og ganga frá heima.
Einhvern vegin tókst okkur svo að klára að pakka niður nokkuð tímanlega. Á tímabili var ég engan vegin að sjá hvernig þetta ætti að ganga upp en þetta virðist alltaf reddast einhvern vegin. Ég ætlaði að reyna að skila af mér í hádeginu á laugardeginum, því ég vissi að þau sem voru að koma í húsið áttu að skila sinni af sér um/fyrir 1. september, en við náðum ekki að skila fyrr en á laugardagskvöldið. Við vorum rosalega heppin að fá mömmur okkar til að koma og hjálpa okkur að þrífa og ég veit hreinlega ekki hvernig við hefðum farið að án þeirra...takk og knús til ykkar!
Á laugardagskvöldið "flutti" ég svo aftur heim til mömmu og pabba með alla fjölskylduna með mér. Við fengum rosa fínan mat á laugardagskvöldið, jólamatur í ágústlok og var öll fjölskyldan mætt, m+p, Begga sys og fjölskylda og Steinka litla sys. Það þurfti reyndar að bíða svolítið eftir okkur, við afhentum íbúðina rétt fyrir kl. 21 og skelltum okkur svo í sturtu og maturinn var því í seinni kantinum. En hann var góður og félagsskapurinn enn betri.
Við sváfum vel í svítunni sem mamma var búin að útbúa fyrir okkur (alltaf gott að vera á Hótel Mamma...) og vorum voða glöð að geta haft Ísabellu hjá okkur. Sunnudagurinn var svo frekar bissí. Eftir geggjaðan brunch í Víðigrundinni fórum við í bíltúr og kvöddum alla. Fyrst fórum við til ömmu og afa í Sóleyjarrima. Því næst fórum við til Beggu systur sem var búin að baka skúffuköku fyrir okkur. Steinunn var líka þar og þetta var góður tími en ógó erfiður. Ég kveið einn mest fyrir því að kveðja systur mína og það var alveg jafnerfitt og ég hafði ímyndað mér. Það féllu því ófá tárin þar. Alveg eins og það verður ómetanlegt fyrir okkur að eiga þennan tíma saman að þá sakna ég fjölskyldunnar strax alveg hrikalega mikið. Ég er frekar mikð háð fjölskyldunni minni og þetta er þess vegna dálítið erfitt. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki talað við og hitt systur mínar og Svövu mína þegar ég vil og það er svolítið erfitt að hugsa til þess að Lúkas og Adam eiga líklega ekki eftir að þekkja okkur þegar við komum til baka.
Þegar við vorum búin hjá Beggu systir og búin að grenja alla leiðina niður í bæ, fórum við til ömmu Boggu. Þar hittum við líka fyrir Magga og Maríu Rakel sem voru í heimsókn hjá ömmu. Gæddum okkur á kjötsúpu sem var æðisleg. Á eftir að sakna þess að geta ekki fengið íslenska kjötsúpu og saltkjöt og baunir, finnst það alveg hrikalega gott. Á leiðinni frá ömmu kíktum við á Birgi Val og fjölskyldu. Knúsuðum þau og drifum okkur svo til Svövu ömmu. Knúsuðum hana og drifum okkur svo í mat til Sonju. Enn einn veislumaturinn beið okkar þar, svínabógur með öllu tilheyrandi. Eftir matinn léku krakkarnir sér aðeins og svo þurfti að kveðja alla, Sonju, Svövu, Gabríelu, Belindu og Adam Berg. Það er erfitt að fara svona frá þeim, svona þegar þau eru nýkomin til baka frá Edinborg. Alltof langur tími án þeirra... Að lokum renndum við við hjá Erlu og Eggerti og kvöddum þau og krakkana. Erla lofaði að byggja eins og eitt hús fyrir mig á meðan ég væri úti. Eins gott að hún standi við það, hehe...
Heima í Víðigrund fór ég svo í það að klára að pakka niður og ganga frá en Óli þurfti að fara upp í vinnu og klára eitthvað. Krakkarnir notuðu tíman og knúsuðu hana Ísabellu sína og féllu ófá tárin þar. Steinunn systir sem er svo yndisleg að ætla passa hana fyrir okkur bjallaði svo í okkur og sagðist geta vaknað um nóttina og komið og sótt hana í stað þess að sækja hana þarna um kvöldið og þáðum við það. Krakkarnir (og ég...) notuðum því tímann vel og knúsuðum hana í bak og fyrir.
Eftir kannski tveggja tíma svefn vöknuðum við um 4 og þá var bara komið að því að leggja í hann. Leigubíllinn kom upp úr 5 og sótti okkur. Kvöddum m+p, Steinunni sys og Ísabellu. Krakkarnir voru miður sín yfir Ísabellu og ég frekar lítil í mér þegar ég kvaddi mömmu og pabba og Steinunni systir. Það féllu því nokkur tár í viðbót þarna um morguninn. Ég hafði þó ferðina út í Keflavík til að ná mér og leit held ég nokkuð eðlilega út þar, alla vega var ekki mikið verið að glápa á mig...
Það gékk vel að tékka inn, þrátt fyrir að við værum með ríflegan farangur. Tékkuðum okkur inn í kössunum til að reyna losna við að borga yfirvigt og það gékk upp. Fórum svo upp og borðuðum smá og svo fengu krakkarnir að versla smá enda áttu þau smá pening sem þau höfðu fengið að gjöf frá ömmu, öfum, langöfum og langömmum.
Flugið til London gékk vel og þar tékkuðum við okkur inn á hótel yfir daginn, enda lentum við á hádegi en áttum ekki að fara aftur í loftið fyrr en um kl. 22. Fengum okkur að borða og lögðum okkur aðeins áður en við fórum aftur út á völl.
Það gékk vel að tékka okkur inn á Heathrow. Þurftum ekki að borga neina yfirvigt en fengum reyndar ekki öll sæti saman. Óli er með ID miða sem þýðir að hann á að vera upgradeaður á bissa. Við hin vorum bara í monkey class. Óli reyndi að fá að fara niður til okkar, en vélin var full og því var hann uppi (flugum í bumbu) en við niðri. Við krakkarnir fengum öll sæti saman og höfðum það fínt. Þau náðu sem betur fer að sofa svolítð, enda var flugið um 12 tímar. Ég á hins vega voða erfitt með að sofna í flugvél, en náði samt örugglega um 2 tíma svefni.
Við lentum svo í gær um kl. 5 að staðartíma, 1 1/2 sólarhring eftir að við lögðum af stað. Eftir smá klikk með bíl (það gleymdist að senda bíl eftir okkur) fengum við taxa sem keyrði okkur á hótelið okkar. Fengum tvö aðliggjandi herbergi sem eru svona allt í lagi. Allt mjög hreint, en aðeins slitið. Rétt náðum að kíkja í kvöldmat í gærkvöldi áður en allt lokaði og hentum okkur svo í bólið. Ég vaknaði svo um 4 og gat ekki sofið lengur. Þessi tímamismunur og rugl allt á síðustu sólarhringum er eitthvað aðeins að fara í okkur. Ég sit þess vegna hérna núna og pikka á tölvuna og bíð eftir því að klukkan verði 6 og við getum farið í morgunmat!
Erum voða lítð búin að skoða hótelið, hvað þá eitthvað annað hérna og ég veit því eiginlega ekki hvað mér finnst um Kuala Lumpur enn sem komið er. Ætlum að fara í heimsókn í einn skóla í dag, kíkja aðeins í búðir og versla helstu nauðsynjar og skoða okkur betur um og reyna átta okkur á hlutunum í dag.
Læt þetta duga í bili.
Sakna ykkar allra...
Rósa og co
Athugasemdir
Velkomin á leiðarenda :-) Það féllu nú ansi mörg tár hér við að lesa frásögn þína elsku Rósa, setti mig alveg í þín spor og OMG skil þig svo vel.... Við eigum svo eftir að sakna ykkar líka, en já ég ætla að standa við það að heimsækja ykkur :-)
Knús og kram á ykkur öll
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:42
Gaman að lesa um síðustu dagana ykkar hér a klakanum í bili og allt ferðalagið...úff, það var svo mikið að gera hjá ykkur og þið stóðuð ykkur ekkert smá vel. En þið fóruð örugglega ekki svöng út til Kuala Lumpur miðað við hversu allir voru duglegir að gefa ykkur að borða áður en þið fóruð... ha haaaa.....greyin mín örugglega að springa á leiðinni til London;)
Er nú eiginlega hálf aum eftir að hafa lesið þetta, svo skrýtið að geta ekki kíkt á þig á morgun en það var mjög gott að heyra í þér í dag. Verður spennandi að heyra meira með skólann hjá krökkunum. Knús til ykkar allra, við elskum ykkur og söknum alveg rosalega mikið.
Kveðja Berglind og strákarnir.
Berglind (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:26
Hæ sæta fjölskylda ! Gott að vita að þið eruð komin á leiðarenda og að allt gekk vel ! Ég get sko vel ímyndað mér að það hafi verið erfitt að kveðja en þið verðið bara að líta á þetta sem eitt stórt ævintýri !!
Njótið lífsins !
Knús Ásdís
Ásdís Rósa (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:08
Vá hvað ég er lítil í mér, fór að grenja bara við að lesa þetta og ég á eftir að lesa allt hitt líka... sé hvernig það fer.
Knús á ykkur öllum, sakna ykkar svooooo mikið. Ætla henda inn einhverjum myndum á flickr síðuna (flickr.com/photos/cosmobella) og svo inn á facebookið....
Endilega verið dugleg að taka myndir og setja inn.
lov u
Steinunn Syss (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.