24.9.2008 | 10:59
Regla að komast á hlutina
Hálflangt síðan þaðhefur heyrst í okkur...sorrý!!!
Málið er bara að netið heima er ekki að gera sig. Það var mjöööög slow til að byrja með en núna síðustu daga hef ég bara eiginlega ekki náð að tengjast netinu. Og ef maður nær að tengjast er það alltaf að detta út. Þannig að við fórum í gær og sóttum um landlínu og adsl inn í íbúðina. Það er talað um að það taki í kringum viku að fá þetta í gegn, en við gerum ráð fyrir því að það taki eitthvað lengri tíma því núna er frí, Hari Rayja, framundan hjá þeim. Ramadhan er sem sagt að enda og hálfgerð jól framundan með tilheyrandi fríi hjá liðinu. Þannig að á meðan verðum við (og þið sem lesið bloggið) að vera þolinmóð ;)
Þannig að núna sit ég hérna á Starbucks með fínu samlokuna mína, caramel cream frappuccino (omg hvað hann er góður...) og nýt þess að geta surfað um á netinu á eðlilegum hraða...
Krakkarnir eru byrjaðir í skólanum, byrjuðu á mánudaginn. Við keyrðum þau á mánudaginn og Óli fór með Sigurð og ég með Sonju Margréti. Ég fékk að fara inn með Sonju Margréti og hún var svona smá feimin/hrædd til að byrja með. Svoleiðis kramdi hendina mína að ég var alveg að drepast...hún ætlaði sko að sjá til þess að ég færi ekki neitt. En svo þegar ég var búin að vera með henni í um klst fóru allir krakkarnir í morgunmat og þá leyfði hún mér að fara og fór með kennaranum og hinum krökkunum. Ég var samt með hjartað í brókinni þegar við keyrðum í burtu. En kennarinn var með gsm-inn hjá mér og lofaði að hringja ef það væri eitthvað að. Við kíktum til Gumma og Steinunnar og skiluðum þeim bílnum þeirra (Hann byrjaði nefnilega vel hjá okkur dagurinn, við höfðum fengið skrúfu í dekkið og fengum því lánaðan bílinn þeirra til að keyra okkar krakka og Tinnu dóttir þeirra í skólann, enda ágætlega löng leið) Kjöftuðum aðeins við þau þegar við komum til baka og svo ákváðu kallarnir að fara að láta laga dekkið en ég fór með Steinunni og mömmu hennar í hand- og fótsnyrtingu. Þetta var frekar næs, verð að segja það, en ég var nú samt með nett samviskubit að sitja þarna og láta dúlla við mig og börnin mín voru "einhvers staðar" úti í bæ og ég vissi ekkert hvernig þeim leið. Fórum svo tímanlega að sækja krakkana þegar ég var búin. Sóttum fyrst Sonju Margréti og okkur til mikillar gleði var svona líka gaman í skólanum! Þvílíkur léttir, get ekki sagt annað. Ég var búin að vera svo stressuð út af henni þar sem hún talar litla sem enga ensku, en þetta gékk sem sagt bara mjög vel. Sigurður var svo búinn aðeins seinna (Tímarnir hjá Sonju Margréti eru búnir kl. 14 en hún bíður með kennaranum sínum og fleiri krökkum til kl. 15:30 þegar Sigurður og hinir krakkarnir í Primary/secondary school eru búnir) Sigurður var líka þvílíkt ánægður og var meira að segja búinn að eignast einn nýjan vin, hann Ian.
Krakkarnir fóru svo aftur í gær og svo erum við sem sagt nýbúin að keyra þau í skólann í morgun. Allir sem sagt ánægðir með skólann sinn og okkur foreldrunum líður voða vel með það að krakkarnir séu sáttir í skólanum.
Dagurinn í gær var samt frekar spes. Óli var ekki að vinna, þannig að þegar við vorum búin að skutla þeim og keyra til baka (rúmlega 1 1/2 klst sem fer í það) að þá skelltum við okkur á Starbucks. Svo fórum við í tennis og tókum aðeins á því í sólinni. Ég komst að því að ég er mjöööög léleg í tennis. Hef ekki sveiflað tennisspaða í ansi mörg ár og er ansi hrædd um að það hafi verið nokkuð augljóst í þarna í gær ;) Kannski ekki mjög challenging fyrir Óla að spila við mig. Kíktum svo aðeins í sund og sólina og hittum þar enn einn Íslendinginn, hana Ástu. Við erum sem sagt smám saman að kynnast liðinu hérna. Fórum upp fengum okkur að borða og svona. Ætluðum svo að fara að gera okkur tilbúin til að fara og sækja krakkana þegar Gummi hringdi og sagðist geta sótt þau því hann væri að fara með Júlla (einn annar Íslendingur sem er að spá í að flytja hingað um áramótin með sína fjölskyldu) og sýna honum skólann. Þannig að við héldum bara áfram dúlleríinu þangað til krakkarnir komu. Þá var lært heima og svo fengu krakkarnir að kíkja aðeins í laugina. Þar var fullt af Atlanta liði (aðallega samt útlendingar) sem sat og drakk bjór og kjafaði og við sátum þar til ca 19:30 og fórum þá upp, skelltum í okkur pizzu og svo var það bara bólið fyrir krakkana, því nú er vaknað snemma á morgnanna, eða kl. rúmlega 6!
Þannig að þetta er allt að koma hjá okkur. Sem betur fer (fyrir mig og krakkana alla vega,veit ekki hvort Óli er jafnsáttur) hefur Óli ekki verið að fljúga mikið (einhver 5 eða 6 flug sína við komum) og þetta er nokkuð rólegt fram yfir helgi (flug í nótt og á laugardag og svo á þriðjudaginn) En þá hefst líka ágætis törn, 11 flug á 13 eða 14 dögum. En við höfum alla vega haft fínan tíma saman áður en krakkarnir byrjuðu í skólanum, getað komið okkur ágætlega fyrir og svona.
Það nýjasta hérna er að ég er farin að láta mig dreyma um að komast heim í desember með krakkana. Það frí í skólanum þeirra allan desember og auðvitað nóg að gera í Gulli og Silfri á þeim tíma. Þannig að ef við getum reddað ID-miðum með Ethiad (sem Óli var að fljúga fyrir í Abu Dhabi) til London (eða bara á einhvern áfangastað Icelandair) þá getur vel verið að við kíkjum heim. Krakkarnir gætu þá farið í skólann heima, hitt vinina og svona. Óli gæti ekki verið með okkur allan tíma, vonandi kíkt heim í kringum jólin, en þetta er allt mjög óljóst og það er alls ekki víst að af þessu verði. Ég vona það samt. Það var æði að hitta alla og knús í bak og fyrir. Því þó að það sé alls ekki slæmt að vera hérna, fínn tími sem við fáum saman, ýmislegt nýtt og spennandi sem við erum að sjá og kynnast, sakna ég samt fjölskyldunnar heima og allra vinanna. Þannig að nú krossa allir allt sem þeir geta og þá er aldrei að vita nema að við birtumst á klakanum...
Jæja Frappuccinoinn er löngu búinn og Óli sem er með batteríslausa tölvu og enga snúru/hleðslutæki, er farinn að bíða eftir mér.
Knús á ykkur öll og vonandi get ég látið heyra í mér fljótt aftur.
Kv. Rósa
Athugasemdir
Hæ Rósa mín. Frábært að heyra loksins í þér. Ég er komin með bloggið ykkar á menu bar hjá mér svo ég kíki mjög reglulega þarna inn. Æðislegt að krökkunum líkar vel í skólanum, það hlýtur að vera léttir fyrir ykkur að það gangi vel. Njóttu þess nú bara að eiga smá tíma með Óla á meðan hann er eitthvað heima og vonandi komist þið heim um jólin. Það væri alveg geggjað.
Bestu kveðjur héðan af klakanum. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:47
Hæ elsku Rósa. Gott var nú að heyra smá frá ykkur er búin að vera reyna ná sambandi. Gaman að krökkunum líkar svona vel í skólanum og búin að eignast vini, og þið fáið tíma til að vera saman og njóta verunnar við afslapp ofl. Það væri æðislegt ef þið gætuð komið heim það er pláss niðri sem bara bíður.Hlakka til að heyra meira frá ykkur, ástarkveðjur frá öllum.
Love mamma og allir hinir.....................
Kristjana Ólafsdótir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:23
Vá hvað þetta hljómar spennandi og skemmtilegt:) og jemin eini ef þið gætuð komið heim í hálftíma þá væri ég sátt :) Knúsaðu krakkana í klessu og óla og þig sjálfa :)
ást knús og endalausir kossar
steinunn litla syss
Steinunn Syss (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:16
Hæ skvís!
Í fyrsta lagi....ummmm hvað mig langar í svona caramel frappuchino.....
En frábært að krakkarnir séu svona sáttir í skólanum. Munar öllu að eignast góða vini, þá verður þetta allt bærilegra.
Ennþá æðislegra er hvað þið hjónin fáið góðan tíma núna saman, njótið hans í botn!
Það væri æðisleg að fá ykkur heim um jólin, ég krossa alla putta og tær sem ég kemst í :)
Hlakka til að lesa næstu færslu. Sakna ykkar !!!
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:53
hæ,
vá hvað það er gott að heyra frá þér, ég var farin að ímynda mér alls konar hluti! Frábært að heyra hvað gengur vel og allir sáttir :)
Ég er búin að taka frá aðra gullskó fyrir Sonju Margréti, það voru einir eftir!! Ég sendi lengra bréf í gegnum facebook á eftir.
knús, Erla
Erla Hlín (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:30
Sæl Rósa, gaman að fylgjast með sögu ykkar þarna úti þar sem ég er að koma í desember til ykkar. Er sem sagt konan hans Júlla fleet captain á Airbus. Frétti af þér í gegnum vinkonu mína hana Ásrúnu (við erum saman í saumó) og langaði að fylgjast með hvernig ykkur gengi að koma ykkur fyrir. vonandi er það í lagi!!!!
Ég er spennt að koma en líka smá kvíðin sérstaklega þegar maður les að þetta er svolítið mál. En alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst ykkur ganga bara ótrúlega vel og hlakka til að hitta ykkur í eigin persónu.
Kveðja
Rebekka
Rebekka (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:57
Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur, rosalega væri gaman að sjá ykkur í desember, hálf skrítið að vera að skipuleggja jólahlaðborðið án ykkar, hafið það sem allra best og njóttu þess að láta dekra við þig, kv Arney
Arney (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:04
Elsku stóra syss, svo gott að sjá færslu. Var satt að segja orðin frekar óþolinmóð en ykkur er fyrirgefið
Mér léttir svo mikið að heyra að allt gengur vel og krakkarnir orðnir vel sáttir í skólanum.
Þú ekkert smá góðum málum , að æfa tennis og lakka neglur..ussusssss þú verður að passa þig ég tek þig í bakaríið þegar ef við mætum til Kuala Lumpur....svo förum við saman í dekur. Sendi þér bréf á morgun.
Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur, takk fyrir að vera dugleg að setja inn færslur. Bestu kveðjur til allra, við söknum ykkar svo mikið...
Elska þig og þína. Hafið það rosalega gott.
Knús og kossar, Berglind syss og strákarnir.
Berglind (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 00:02
Hæ hæ!
Gaman að lesa færsluna þína, og vonandi áttu eftir að njóta þín út í ystu æsar sem undesperate housewife ;-)
Það væri líka eðal ef þið komið heim um jólin.
Annars bið ég að heilsa Gumma og Steinunni, fyndið hvað þetta er lítill heimur.
Bkv. Hófí
Hófí (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:08
gaman að fá fréttir af ykkur, og ennþá gaman að sjá að þær verða alltaf jákvæðari og jákvæðari :-) Það væri náttúrulega bara æðislegt að fá ykkur heim :-)
Knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.9.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.