Nýjar myndir

Í ljósi þess að það er búið að skamma mig svolítið fyrir það að hafa verið ódugleg að skella inn myndum af okkur að þá vildi ég láta vita af því að ég er búin að vera ógó dugleg um helgina og skella inn fullt af myndum inn á heimsíður krakkanna. Er búin að setja inn einhver 15-16 albúm, fystu frá því rétt áður en við fórum út og svo til dagsins í dag. Erum reyndar búin að vera frekar ódugleg að taka myndir sem helgast aðallega af því að litla vélin dó í vor og sú stóra passa illa í veskið mitt... Erum búin að finna litla vél sem okkur langar í og vonumst til að geta fjárfest í henni bráðlega og farið þá að taka ógrynnin öll af myndum.

Annars er nú lítið að frétta síðan síðast heyrðist í okkur.  Höfum bara átt rólega helgi.  Sigurður fór í fótbolta báða morgnana, Óli var að fljúga á laugardaginn og svo vorum við bara að dúlla okkur heima og krakkarnir að læra undir próf (Sigurður fór í fyrstu prófin í dag, Sonja Margrét byrjar á morgun)  Fórum reyndar og kíktum á smá sýningu úti í 1Utama (verslunarmiðstöð hérna rétt hjá) og skelltum okkur svo á Fridays í gær.  Það var verið að sýna lítinn robota frá Honda sem heitir Asimo, ótrúlegt kvikyndi...  Fyndið að horfa á hann.  Það var einna helst að maður héldi að það væri kall þarna inn í einhverjum búning.  Hann labbaði, "talaði", sparkaði bolta, dansaði o.fl.  Auðvitað takmarkaðir hlutir sem hann getur gert enn samt ótrúlegt tæki.  Við höfðum alla vega voða gaman af því að sjá þetta.

Svo styttist bara í að við komum heim (þ.e. ég og krakkarnir).  Eftir tvær vikur verð ég sem sagt á Íslandi...ótrúlegur andskoti.  Hlakka til að hitta alla.

Knús,

Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndisleg Rósa.....bara svona ef þú vissir það ekki !!!

Takk fyrir allar þessar frábæru myndir. Æðislegar og gaman að sjá ykkar líf þarna úti. Ég væri líka til í að sjá meira af íbúðinni ef þú nennir að taka. Það láku alveg tárin hjá mér þegar ég skoðaði albúmið þar sem Ísabella var kvödd, úfff hvað þetta hefur verið erfitt.

Ég hlakka svo til að sjá ykkur ......bara 2 vikur.

Kv. Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband