Komin út aftur

Jæja þá erum við komin út aftur eftir yndislegan tíma heima á Fróni. Það var alveg ómetanlegt að fá að hitta alla sem manni þykir vænt um og eiga smá tíma með þeim. Verst bara að ég var auðvitað að vinna eins og mofó allan tíman og hafði þess vegna ekkert alltof mikinn tíma til að hitta alla sem mig langaði að hitta. Hitti flesta ekki oftar en einu sinni og suma ekkert Undecided , en svona er þetta bara. Sé alla vega að desember/jólin eru ekki góður tími fyrir mig að koma heim á ef þælingin er sú að hitta sem flesta. En þetta var yndislegt, mamma og pabbi dekruðu við okkur, krakkarnir voru ýkt glöð að fá að hitta allar ömmurnar og afana, vini sína og ekki síst að fá að fara í skólann. Eina sem vantaði var Óli. Við vorum eitthvað svo viss um að hann myndi ná að komast heim í amk viku, en svo varð ekki. Þannig að hann var einn úti um jólin. Það var svo sem mjög vel hugsað um hann, honum var endalaust boðið í mat og svona, en ég held að það sé nokkuð ljóst að við verðum saman öll fjölskyldan um næstu jól, hvernig sem við förum að því og hvar sem við verðum.

Ferðin út gékk mjög vel og krakkarnir voru rosaduglegir.  Mamma keyrði okkur út á völl heima á Íslandi og þeim fannst voða erfitt að kveðja ömmu sína og voru hálfmiður sín fyrst á eftir.  Vélin til London var alveg á tíma og við lentum um hádegisbil úti.  Hentum töskunum í geymslu og fórum svo í mall inni í Uxbridge (ca 15 mín frá) þar sem við dúlluðum okkur fram eftir degi.  Fórum svo tímanlega út á völl, sóttum töskurnar okkar og röltum frá terminal 1 yfir í terminal 3 með allt dótið.  Krakkarnir voru ótrúlega duglegir, hjálpuðu mér með dótið og svona, en þetta er alveg ágætis spotti.  Vorum svo búin að tékka okkur inn um 7-leytið en vélin fór ekki í loftið fyrr en í kringum 10.  Borðuðum og dúlluðum okkur þangað til.  Flugið gékk svo mjög vel, krakkarnir sofnuðu fljótlega eftir matinn og sváfu stóran part ferðarinnar (Sonja Margrét náði örugglega alveg um 9 klst!)  Þegar við komum til Kuala Lumpur var engan Óla að finna.  Skipti um kort í símanum og hringdi í hann.  Þá hafði honum tekist að taka eina vitlausa beygju einhvers staðar og var einhvers staðar allt annars staðar!  Tók krakkana með mér á Burger King og loksins þegar maturinn og allt var kominn og við nýbyrjuð að borða mætti Óli á svæðið.  Krakkarnir (og auðvitað ég!) voru þvílíkt glöð að hitta pabba sinn að það hálfa hefði verið nóg.  Ótrúlega gott eitthvað að vera loksins öll saman aftur.

Næstu tveir dagar fóru aðallega í að jafna okkur á tímamismuninum.  Við vorum búin að biðja um frí fyrir krakkana út þá vikuna og það var líka eins gott, við vorum fyrst að jafna okkur þarna um helgina.  Krakkarnir byrjuðu svo aftur í skólanum á mánudaginn fyrir rúmri viku og núna er allt svona smám saman að detta aftur í rútínu.  Sigurður byrjaði í fótboltanum strax og við komum út og í dag byrjaði hann í fótboltanum í skólanum (verður þar á mánudögum eftir skóla og jafnvel einhverja laugardag ef ég nenni að keyra alla leiðina þangað) og Sonja Margrét er í sundtímum á sama tíma á mánudögum eftir skóla.  Sigurði var svo boðið að taka þátt í því sem þeir kalla Centre of Excellence í fótboltanum sem hann er venjulega í um helgar.  Þá er 15-20 strákum í hverjum aldursflokk boðið að fara á aukaæfingar á miðvikudögum og föstudögum hérna rétt hjá (ca 15-20 mín keyrsla) og þá eru þetta e-ð erfiðari æfingar og svo keppa þeir flesta laugardaga.  Ætlum að prófa þetta og sjá hvernig það gengur m.t.t. heimavinnu o.fl.  Mig langar svo að senda Sonju Margréti í ballett og/eða einhvers konar danstíma.  Ætla að reyna að redda því núna á næstu dögum.

Annars erum við bara búin að hafa það ágætt hérna úti síðan við komum út.  Við fórum nokkrir Íslendingar saman út að borða á sunnudaginn fyrir rúmri viku á ótrúlega fyndnum stað.  Ég get nú eiginlega ekki sagt annað en að hann hafi verið frekar sjabbí, en það var ótrúlega góður maturinn þarna og það er alltaf fullt þarna.  Þetta er svona aðallega sjávarrétta staður og fiskurinn/humarinn... eru bara lifandi í kerjum þarna og þú velur bara hvað þú vilt, þannig að þetta er allt voða ferskt.  Eigum sko örugglega eftir að fara þangað aftur, það er nokkuð ljóst.  Um helgina grilluðu svo eitthvað af Atlanta liðinu saman og það var voða næs og allt á rólegu nótunum, enda flestir með lítil börn.

Við Óli erum svo búin að vera nokkuð dugleg að hreyfa okkur.  Erum búin að fara amk þrisvar í tennis og skella okkur í ræktina og svona.  Ætla að reyna að vera aðeins duglegri á þessu ári en ég var undir lokin í fyrra, humm...

Svo ætla ég bara að reyna að njóta tímans sem við verðum hérna úti.  Við vitum ekkert hvað við þurfum að vera lengi hérna, kannski verðum við komin heim um næstu jól, kannski seinna, og það er fullt sem ég á eftir að skoða og margt sem mig langar að prófa.  Þannig að mitt áramótaheit í ár var að nýta þetta ár vel og vera dugleg að uppgötva nýja hluti og vera dugleg að fara eitthvað með liðið mitt.  Held að það sé fínasta áramótaheit...  Svo væri auðvitað voða gaman að fá einhvern í heimsókn til okkar *hint, hint* en eins og staðan er heima að þá gerum við svo sem ekki ráð að fá marga á næstu mánuðum.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili, en verð svo vonandi dugleg að halda áfram að blogga á næstu dögum.

Kv. Rósa og co 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hello bara smá kveðja og hint hint, láta heyra í sér heheh söknum ykkar rosalega mikið en þóttum lika geggjað að fá að knúsa ykkur í mánuð

kveðja héðan og endilega notið tímann til að lifa lifinu lifandi

xxx

grindvíkingarnir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:43

2 identicon

Hæ Rósa mín.  Frábært að ferðin heim gekk vel, þú átt greinilega svakalega duglega krakka.  Það var æðislegt að þú gast kíkt aðeins á okkur stelpurnar um jólin, gott að sjá þig.  Nú er bara að standa við áramótaheitið og njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða.  Hlakka til að lesa næstu færslu.  kv.KristínK

Kristín (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Steinunn Camilla

hæ elsku yndislega systir...

finnst alveg fullkomlega fáránlegt að hafa þig ekki hérna :)
Sakna ykkar alveg fáránlega mikið og sendi ykkur milljón kossa og knús

annars er allt fínt að frétta, allir góðir og glaðir :)

knús
steina kleina litla systir

Steinunn Camilla, 21.1.2009 kl. 20:44

4 identicon

Hæ hó ! Mér líst rosalega vel á þetta áramótaheit - auðvitað eigið þið að njóta þess og gera sem mest úr því að vera hinum megin á hnettinum !

Knús frá Fróni, Ásdís Rósa og strákarnir.

Ásdís Rósa (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband