9.8.2008 | 06:27
Málin að skýrast
Jæja þá er það farið að skýrast aðeins hvernig þetta verður.
Eins og staðan er núna kemur Óli heim 21. ágúst og svo förum við öll út 1. september, það er sem sagt farið að styttast all svakalega í þetta
Ég tók nett stress/panikkast í gærkvöldi þegar þetta kom allt í ljós. Fram að þessu er þetta aðallega búið að vera spennandi og öllum hefur hlakkað til að geta loksins verið öll eitthvað meira saman en við höfum verið að undanförnu. Auðvitað hef ég verið smá stressuð, aðallega út af skólanum hjá krökkunum og svona (finnst mjög vont að hafa hlutina svona í lausu lofti) en samt aðallega verið spennt.
En í gærkvöldi brotnaði ég algjörlega niður. Fór að hugsa um alla sem ég skil eftir, foreldra mína, systur og nána vini. Óli verður líka að vinna mjög mikið fyrstu dagana eftir að við komum út og ég því mikið ein með krakkana á stað þar sem ég þekki engan og er ekki nógu örugg að fara ein með þau og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Þannig að mér fannst þetta eitthvað voðalega erfitt allt og óyfirstíganlegt í gær og það féllu ófá tárin. Ég var þá einmitt tiltölulega nýbúin að tala við Beggu systir og tilhugsunin að ég geti ekki bjallað í hana hvenær sem er, hitt hana og litlu frændur mína og fleira í þeim túr var bara of mikið fyrir mig.
Ég var sem betur fer að tala við Óla á Skype þegar þetta gerðist og við gátum rætt málin aðeins fram og aftur. Ég veit að þetta verður erfitt til að byrja með en ég veit líka að þetta verður fínt þegar við erum aðeins komin inn í alla hluti, farin að kynnast fólki og svona og þetta verður svakalegt ævintýri sem við eigum eftir að búa að það sem eftir er. En í augnablikinu fókusa ég aðeins of mikið á það hvað þetta verður erfitt svona til að byrja með. Ég þarf sem sagt að fara hætta því og einbeita mér að því sem ég fæ í staðin, sem er meiri tími fyrir okkur með Óla og ómetanleg reynsla fyrir okkur og krakkana.
En nú þarf ég sem sagt að fara spýta í lófana og henda mér í það að fara pakka. Óli kemur það seint heim að þetta lendir að mestu leyti á mér og þetta gerist því miður ekki að sjálfu sér. Svo get ég vonandi fundið tíma til að hitta og kveðja alla mína góðu fjölskyldu og vini.
Rósa, með tárin í augunum...
Athugasemdir
Æiii elsku dúllan mín, ég skil þig svo vel og váá þetta hlýtur að vera viss tilfinningarússibani :-) Tárin þurfa bara stundum að koma og þá mega þau bara koma.
Knús á þig elsku skvís, vona að ég geti klárað framkæmdirnar hér á þessu heimili sem fyrst og komið og hjálpað þér, verðum í bandi :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.8.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.