Pakka, pakka og pakka aðeins meir

Jebb það er það sem allt gengur út á þessa dagana, að pakka!Það mætti svo sem alveg ganga betur, en þett smá mjakast allt saman.

Óli kom óvænt heim um daginn og stoppaði í viku. Pökkuðum svolitlu niður þá og fórum með niður í Víðigrund til mömmu og pabba. Þau voru svo yndisleg að bjóðast til að geyma fyrir okkur slatta af kössum, hliðruðu til í herberginu sem krakkarnir hafa notað sem leikherbergi og við ættum að koma fullt af kössum þangað.Óli gékk líka í ýmsa hluti sem þurfti að ganga frá tímanlega fyrir brottför, eins og að sækja um að við værum áfram í almannatryggingakerfinu og ýmislegt fleira.

En svo fór hann bara út og eftir sit ég og þarf að sjá um það að miklu leyti að pakka ein niður. Og það er sko slatti sem þarf að pakka og mér finnst að ég þurfi helst að vera alltaf að, þannig að þegar ég sest niður og geri eitthvað annað er ég með stanslaust samviskubit yfir því að vera ekki að gera neitt!

Þetta er samt að ganga ágætlega og fullt af leiðinlegum hlutum sem er búið að koma frá sér, eins og að fara í gegnum baðskápana, óflokkuðu pappírana á tölvuborðinu, pakka niður öllu úr sjónvarpsherberginu (allar sparibækur, video og dvd hulstur komin í kassa og búið að setja allar dvd í eina tösku)  Erum líka búin að fara í gegnum hillurnar í svefnherberginu (bækur o.fl.) og meira að segja búin að koma nokkrum hillum til Beggu sem er að gera fínt fyrir strákana sína og útbúa ný herbergi fyrir þá, þannig að hillurnar komu að góðum notum þar.  Ég var svo að byrja að fara í gegnum eldhúsið en það á eftir að taka slatta tíma.  Er búin að henda tæplega tveimur svörtum pokum af alls konar drasli og er voða stolt af mér (á mjöööög erfitt með að henda hlutum) og pakka niður í nokkra kassa.  Er svona að dúlla mér við að taka einn og einn skáp í einu.  

Eins og staðan er núna kemur Óli líklega heim 21. ágúst, við höldum vonandi partý 22. ágúst og verðum svo rosadugleg að pakka laugardag og sunnudag og jafnvel mánudag og vonandi getum við svo farið vestur eitthvað í þeirri viku.  En ef af því verður vil ég helst vera búin með flest allt.  Þannig að ég þarf að vera rosadugleg að pakka á næstunni ef það á að ganga eftir!

Svo er stefnan sett á að við förum út strax um mánaðarmótin.  Samningurinn sem Atlanta gerði byrjar strax 1. september og þeir væru mjög ánægðir er við færum sem fyrst út.  Þannig að það styttist ansi hratt í að við kveðjum skerið :S

Jæja ætla að láta þetta duga í kvöld.  Ætla leyfa mér að horfa á eins og einn þátt í tölvunni áður en ég fer að sofa, jebb bara lúxus á minni í kvöld ;)

Rósa, sem fór í gegnum nammiskápinn áðan og henti ótrúlegu magni af alls kyns óhollustu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband