Hús og bíll

Enn er nóg að gera hér í útlöndum.

Í gær var voða gott veður hjá okkur og eftir morgunmat og göngutúr um hótelsvæðið (sem er mjög stórt og inniheldur m.a. golfvöll) ákváðum við að skella okkur í sund með krakkana.  Þetta var voða næs, krakkarnir fegnir að fá að leika sér aðeins og komast út af hótelherberginu.  Þannig að þau hömuðust þarna í einhverja tvo tíma og léku sér á leikvellinum þarna við hliðina á.  

Eftir hádegi dróg fyrir sólu og þá fórum við aðeins inn.  Rúmlega hádegi var svo komið með bílaleigubílinn sem við pöntuðum til okkar og því skelltum við okkur í smá bíltúr.  Það gékk vonum framar að keyra hér, en hér keyra menn öfugum megin á vegarhelmingnum og stýrið þar af leiðandi hægra megin í bílnum.  Það tekur smá tíma að venjast þessu, en ég finn að þetta er ekki næstum eins skrýtið núna og þegar við komum hingað fyrst.  Ég hef nú svo sem ekki keyrt neitt sjálf, Óli hefur séð um það, en ég kvíði ekki eins mikið fyrir því og ég gerði áður en ég fór út.  Tók sko alveg nett panikkast þegar ég fattaði þetta (Erla vinkona getur sko staðfest það...)  Ekki það að liðið hérna er alveg crazy í umferðinni og virðir umferðarreglurnar svona aðallega þegar það hentar því, það eru mótorhjól út um allt sem keyra eins og brjálæðingar, allir svína fyrir alla og það virðist vera svo að sá frekasti fái sínu framgengt.  En þetta venst eins og allt annað.  Maður þarf bara að vera svolítið frekur sjálfur, það virðist virka best.

Í dag fórum við svo að skoða íbúðir í Riana Green, en þar eru eiginlega allir Íslendingarnir og fleiri sem eru að vinna hjá Atlanta.  Skoðuðum mjög margar íbúðir.  Hittum einmitt annan Íslending, Varða, sem er líka að flytja út og var hann að skoða íbúðirnar með okkur.  Á leiðinni út hittum við svo annan Íslending, Melissu, sem býr þarna og enduðum í kaffi hjá henni.  Til hennar kom svo Elin sem er kona norsks kapteins hjá Atlanta.  Enduðum því á því að vera leeeengi í kaffi og kjafta svolítið.  Krakkarnir hittu svo krakkana þeirra og þetta var allt voða næs.  Það var voða gaman að sjá að það er svolítið líf þarna, fullt af öðrum krökkum fyrir okkar krakka og bara almennt gott hjóð í liðinu.  Melissa benti okkur svo á annan agent sem er að díla með íbúðir þarna og við fórum og kíktum á eina íbúð til viðbótar.  Okkur leist best á hana og vonum að við getum fengið hana.  Værum samt til í að geta málað hana og gert sitthvað við hana og ætlaði Carol (seinni agentinn) að heyra í eigendunum varðandi það.  Eina er að hún er svolítið dýrari en ef við látum Atlanta sjá alveg um þetta fyrir okkur og spurning hvort við þurfum þá að sjá um þetta sjálf eða hvað.  Þetta ræðst allt á næstu dögum.  Þessi íbúð sem við erum hrifnust af er með 3 svefnherbergi, mjööög stóra stofu/borðstofu/hol, stór eldhús með þvottahúsi/búri innaf, 3 baðherbergjum og sólstofu/aukaherbergi sem bíður eftir því að fá gesti í sig ;)

Jæja ég ætla bara að hafa þetta stutt í dag...

Rósa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Rósa mín, þú tekur bara fram freka Spánverjann í þér og verður sú frekasta í umferðinni...við ættum amk að hafa lært eitthvað af öllum Spánar árunum!!!

Æðislegt að þið hafið hitt aðra Íslendinga, sérstaklega fyrir krakkana.

Gangi ykkur vel áfram!

Knús frá Íslandi

Sirrý og co.

Sirrý (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:45

2 identicon

Elsku fjölsk. gott að heyra að allt er í góðum gír með allt og þið búin að hitta aðra Íslendinga og byrjuð að finna ykkur. Þú (Rósa) verður fljót að ná áttum í umferðinni allavega fórstu nú létt með það forðum á Spáni er þú varst með viku gamalt próf.Heyrumst sem fyrst gangi ykkur vel að fá íbúð ofl. Við elskum ykkur. Ísabella er hin hressasta og biður að heilsa.

Knús og kossar frá okkur öllum í Víðigrund

Love mamma, tengdó og amma.

Kristjana (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gaman að heyra að allt er að ganga vel, frábært að krakkarnir hittu aðra íslenka krakka :-)  Eins og ég sagði við þig áður en þú fórst þá hef ég sko ENGAR áhyggjur af keyrslunni þinni, það tekur sko enga stund að komast inní svona :-) KNÚS OG KRAM

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.9.2008 kl. 17:29

4 identicon

Hæ mín kæra !

Það er gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar en ég saup nú hveljur yfir því hvað skólinn er langt í burtu ! Þurfið þið að koma þeim eða er einhver skólabíll eða eitthvað þannig ?

Annars er allt gott héðan - ég er bara byrjuð í skólanum og lífið komið í fastar skorður :)

Knús á alla strolluna !

Ásdís

Ásdís Rósa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband