5 ára brúðkaupsafmæli

Við hjónin eigum sem sagt 5 ára brúðkaupsafmæli í dag.  Það verður nú samt ekkert spes gert í tilefni dagsins því Óli er að fara að vinna í nótt.  Hann bauð mér samt út að borða á Burger King í hádeginu, grand á því þessi elska Wink  Annars sagði ég honum að vegna tímamismunarins myndum við bara halda upp á daginn á morgun og við erum að spá í fara út að borða á morgun þegar hann er ekki á leiðinni í vinnuna og getur notið þess.

Annars hafa síðustu dagar verið ágætir.  Það hefur reyndar rignt ansi mikið og því fylgja yfirleitt þrumur og eldingar.  Ég hélt að það gæti nú rignt hressilega heima, en omg, það er sko ekkert miðað við rigninuna hérna úti.  Síðasta sunnudag var t.d. svo mikið rigning (og vindur reyndar líka) að við sáum ekki yfir hraðbrautina sem er hér rétt fyrir utan húsið!  Þrumurnar þá voru líka þvílíkar að mér leið eins og ég væri stödd á brjáluðu átakasvæði.  Húsin nötruðu í þessum ósköpum öllum og mér stóð varla á sama á tímabili.

Krakkarnir eru núna komnir í vikufrí í skólanum.  Framundan er það sem kallað er Hari Raya.  Ramadhan hefur sem sagt staðið yfir síðastliðinn mánuð og núna í vikunni líkur föstumánuðinum með tilheyrandi matarveislum og gleði.  Í tilefni af því var skemmtun í skólanum á föstudaginn.  Foreldrum var boðið að koma og fylgjast með.  Sonja Margrét og aðrir nemendur í Reception voru búin að æfa eitt lag (og dans) sem þau sungu á skemmtuninni.  Flestir krakkarnir voru í hefðbundnum malasískum sparifötum sem voru mörg hver mjög litrík og falleg.  Sonja Margrét, og þeir sem ekki áttu slíkan fatnað, var auðvitað bara í sínum skólafötum.  Þetta gékk mjög vel hjá henni og hún skemmti sér vel.  Sigurður kom ekki fram á sýningunni en sat með bekkjarfélögum sínum og fylgdist spenntur með.

En þó svo krakkarnir séu komnir í frí þurfa þau samt að læra fullt heima.  Bjóst svo sem við því að Sigurður fengi eitthvað heimanám í fríinu en omg hvað Sonja Margrét þarf að skila miklu af sér eftir "fríið."  Það er svo sem alltaf eitthvað heimanám hjá þeim á hverjum degi, þannig að kannski hefði ég átt að búast við þessu.  Heimanámið fyrir vikuna hjá henni er sem sagt:  Malay: 1 bls í vinnubók (og þar sem ég skil svoooo mikið í Malay sé ég ekki hvernig ég á að geta aðstoðað hana með þetta).  Enska: 3 bls í vinnubók, skrifa B/b og C/c (ein blaðsíða hvor stafur , ca 10 línur), læra að stafa 10 orð sem hún fékk með sér heim.  Stærðfræði: 8 bls í vinnubókum (4 bls í tveimur bókum).  Vísindi: 1 bls í vinnubók.  Og svo á hún helst að lesa líka!  Kannski er ég rugluð en mér finnst þetta bara ansi mikið fyrir ekki eldri krakka sem á að vera í fríi.  Sigurður þarf líka að læra slatta heima og svo þarf hann að nýta tímann vel og vinna upp það sem hann er búinn að missa af.  Svo lítið merkilegt að sjá hvað þau eru að læra í skólaum og bera það saman við það sem þau eru með heima.  Hann er t.d. núna að læra um Forn Grikki, muninn að Aþenubúum og Spartverjum, hvað lýðræði er o.s.frv.  Mjög spennandi allt saman.  Svo var hann líka að byrja í frönsku og finnst það mjög spennandi.  Hann er ótrúlega duglegur í enskunni, kemur okkur foreldrunum þvílíkt á óvart, ég hreinlega vissi ekki að hann kynni svona mikið.  En engu að síður er þetta svolítið að flækjast fyrir honum t.d. í bókmenntum og málfræði, hann vantar svolítið upp á þar þó svo hann tali fullt og skilji mikið.  En ég er viss um að hann nær þessu á smá tíma, hann hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir því að læra fram að þessu.

Í morgun fór Sigurður svo á fyrstu fótboltaæfinguna sína hérna úti.  Við gerðum reyndar tilraun til að fara á æfingu um síðustu helgi en vissum ekki að það var búið að fella niður þá æfingu (átti að vera annars staðar í bænum).  Þessar æfingar eru hérna rétt hjá á þaki verslunarmiðstöðvar!  Við erum ekki nema innan við 5 mínútur að keyra þangað, þannig að þetta hentar okkur ágætlega.  Okkur leyst ágætlega á þjálfarana, sá sem er greinilega þarna yfir er einhver breskur strákur/maður og hann fór ágætlega í alls kyns tækniatriði sem hann lét þá æfa ágætlega og virtist fylgjast vel með þeim og leiðrétta þá ef eitthvað var ekki rétt.  Í lokin spiluðu þeir svo aðeins og þá sást alveg að strákarnir eru ekki vanir að keppa, voru svolítið í því að elta allir boltann í stað þess að spila upp á einhverjar stöður eins og er búið að vera kenna Sigurði og stráknum í HK á æfingum.  Þetta voru strákar á aldrinum 5-8 ára sem voru með Sigurði á æfingunni og svo var þeim skipt upp, greinilega eftir aldri, þannig að Sigurður var að æfa með strákum á svipuðu reki.  Þó svo að þeir hafi verið á mismunandi stað þessir strákar, fótboltalega séð, var greinilegt að það voru nokkrir þarna ágætir.  Veit ekki alveg hvað Sigurður fær mikla þjálfun í að spila þarna, en ég hugsa að hann getir lært fullt þarna tæknilega séð og það er auðvitað það sem þetta snýst aðallega um þegar þeir eru yngri, ef þeir ná upp góðri tækni er hitt alger kökusneið!

Við Óli erum svo á leiðinni að fara að hreyfa okkur líka.  Fórum í gær og gerðumst meðlimir í voða fínum klúbbi hérna rétt hjá.  Gymið hérna fyrir íbúðirnar er sem sagt ekkert til að hrópa húrra yfir og flestir sem við þekkjum hérna eru að æfa þarna.  Aðstaðan er alveg til fyrirmyndar, ný og fín tæki, nóg af tækjum til að hita upp, fullt af sjónvörpum, 3 salir með ótrúlega spennandi tímum, aðstaða til að hvíla sig og fá sér að drekka, slappa af og kjafta aðeins og mjög snyrtileg og flott búningaaðstaða.  Þegar maður verður meðlimur fær maður sjálfkrafa mælingu og 3 tíma hjá einkaþjálfara sem útbýr fyrir mann prógramm.  Við stefnum að því að fara c.a. þrisvar í viku í ræktina eftir að við erum búin að skutla krökkunum í skólann og reyna svo að fara í tennis og eitthvað annað inn á milli.  Hljómar mjög auðvelt, núna er bara að standa við stóru orðin og drulla sér í ræktina! 

Næsta vika verður svo örugglega mjög næs, fjölskyldulega séð.  Krakkarnir eru í fríi í skólanum og flugið sem Óli átti að fara í á þri og koma heim á fim var fellt niður.  Þannig að Óli er á leiðinni í rúmlega vikufrí líka.  Óli er ekkert voða ánægður með það að fá svona fá flug en ég er ekkert ósátt að það hitti alla vega þannig á að hann sé í frí þegar krakkarnir eru í fríi.  Þannig að vonandi getum við gert eitthvað sniðugt í vikunni, farið með krakkana í einhvern skemmtigarð eða keyrt eitthvað um og skoðað.  Kemur allt í ljós. 

Jæja læt þetta duga í bili...

Lov u all...

Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ,

til hamingju með brúðkaupsafmælið :)   Við eigum einmitt 5 MÁNAÐA brúðkaupsafmæli  í næstu viku :) 

Ég ætlaði að skrifa þvílíkt langt bréf á facebook en það hefur legið eitthvað niðri og ekki hægt að senda póst í gegnum það.  Reyni aftur síðar. 

knús, Erla

Erla Hlín (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:50

2 identicon

jemin eini hvað ég sakna þin og ykkar allra. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég hugsa til ykkar á hverjum degi. Ég sakna ykkar svoooooo mikið. Sendu mér einvherjar myndir. É g verð að sjá hvort allt sé í OK hjá ykkur:)

lov you x milljón þín litla systir

steinunn camilla

SteinunnCamilla (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:39

3 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ BRÚÐKAUPSAFMÆLIÐ

:) KNÚS Á YKKUR BÆÐI

LOVE
Steinunn Camilla

steinunncamilla (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:41

4 identicon

Til hamingju með 5 ára afmælið! Vá hvað þetta er fljótt að líða.

Frábært að þið séuð að fara í frí saman, en jú ég er sammála, þetta er svakalega mikið heimanám fyrir Sonju, amk ef ég miða við hjá Haraldi. Ég var einmitt á fundi uppi í skóla um daginn og þar voru margir foreldrar að kvarta hvað þetta væri mikið á hverjum degi. Held bara að sumir hafi ekki tíma til að aðstoða börnin sín með þetta. En vá hvað fólk myndi segja eitthvað yfir þessu og hvað þá á fríviku!

En gangi ykkur vel áfram.....ég er ánægð með ræktina hjá ykkur hjónunum, frábært að fara saman. Þið verið MEGA þegar þið komið aftur heim og ekki eruð þið slæm fyrir!

Knús frá okkur :)

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:54

5 identicon

Til hamingju með brúðkaupsafmælið :-)

Bkv. Hófí

Hófí (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:23

6 identicon

hæ sæta, og til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar

Ég kíki hingað inn reglulega þó ég hafi aldrei kommentað áður, en gaman að sjá hvað allt er að ganga vel hjá ykkur.  Manni finnst eins og þú sért ekki alveg svona langt í burtu þegar maður getur séð myndir og lesið um lífið hjá ykkur

knús Hulda Karen

Hulda Karen (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:25

7 identicon

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið.  Þið eruð bara að verða ráðsett hjón, híhíhíhí.  Hlakka til að heyra frá þér aftur, kíki alltaf reglulega á síðuna.  Bestu kveðjur, KristínK

KristínK (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:40

8 identicon

Innilegar afmælisóskir til Sonju Margrétar. Til hamingju með daginn sæta skvís!

Knús frá okkur öllum :)

Sirrý, Örn, Haraldur og Hera (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:52

9 identicon

Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsafmælið og afmælisknús til Sonju Margrétar -- til hamingju með daginn í dag!!!   Gaman að lesa línur og njótið frídaganna!!!

 Knús og Kossar, Bjarney og co

Bjarney Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:11

10 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

innilega til hamingju með afmælisstelpuna :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 30.9.2008 kl. 10:25

11 identicon

Hæ hæ elskurnar, innilega til haminju með brúðkaupsafmælið, en huggó að fara á Burger King...bara verið að rifja upp gamlar góðast stundir frá því í denn;) kallinn bara rómó

Innilega til hamingju með elsku Sonju Margréti, bestu kveðjur til hennar... langaði svo að knúsa og kyssa hana...og ykkur öll. 

Hef reynt að hringja í 2 daga, er ekki að ná í ykkur. Verð að fara að heyra í ykkur, reyni aftur á morgun.

Elska ykkur mest, hafið það gott í fríinu ykkar saman.

Bestu kveðjur Berglind syss, Hrafn, Óskar og Lúkas.

Berglind (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:03

12 identicon

Ég er búin að kíkja mörgum sinnum á dag eftir nýju bloggi...

Saknaðarkveðja, Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:35

13 identicon

Til hamingju með brúðkaupsafmælið. Var loks að komast inn á bloggið þitt. Skildi ekkert í þessu, skrifaði alltaf blog með tveimur g-um og fékk alltaf að þessi síða væri ekki til. Gott að heyra að ykkur líður vel og að allt gangi vel

Bið að heilsa,

Inga

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:15

14 identicon

Hæ sæta og til hamingju með brúðkaupsafmælið !!

Gott að sjá að lífið er að komast í fastar skorður hjá  ykkur og það væri nú frábært að sjá ykkur um jólin :)  Þið fóruð sko á hárréttum tíma héðan því hér er allt að fara til fjandans !

Knús og njótið lífsins, Ásdís

Ásdís Rósa (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband