Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2009 | 11:07
Nokkrar nýjar myndir
Vildi bara láta vita af því að ég henti inn nokkrum myndum á heimasíður krakkanna á Barnalandi. Þetta eru myndir frá því þegar við fórum í Batu Caves, Deerpark og fílagarðinn. Er enn að komast í gegnum myndir frá því fyrir jól (heimsóknin til Íslands o.fl.) og til dagsins í dag. Þetta kemur allt með kalda vatninu, en þetta róar kannski einhverja
Kv. Rósa, sem ætlar að halda áfram að henda inn myndum í vikunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 11:37
Fjölskyldan túrhestast
Jæja þá heyrist loks aftur frá okkur, ekki beint búin að standa mig vel í blogginu það sem af er ári :S
En alla vega við erum búin að hafa það fínt að undanförnu. Chinese New Year er að baki með tilheyrandi fríi og skemmtilegheitum. Krakkarnir fengu 10 daga frí í tengslum við það, þ.e. helgi, heila viku og svo mánudaginn þar á eftir sem var að mig minnir einhver National Territory day, þannig að sú skólavika taldi fjóra daga. Núna á mánudaginn síðasta var svo aftur frí vegna Thaipusam (Hindúa hátíð) og því er annarri fjögurra daga vikunni að ljúka núna á morgun.
Við ætluðum að vera voða dugleg að gera eitthvað sniðugt í fríinu í kringum Chinese New Year, Óli var settur upp í frí og á standby (sem þýðir venjulega ekkert að gera) en aldrei þessu vant fékk hann fullt af aukaflugum og m.a. skemmtilegan aukatúr til Ástralíu og Fiji. Þetta var svaka túr og langt flug sem hann var þvílíkt ánægður með að fá. Þannig að það varð ekkert úr einhverju ferðalagi hjá okkur. En við náðum nú samt að nota mánudaginn vel og túrhestuðumst allan þann dag.
Við byrjuðum á því að fara í Batu Caves ( http://www.malaysiasite.nl/batucaveseng.htm ) sem er hérna rétt fyrir utan borgina. Þetta eru dropasteins hellar sem eru heilagir í augum hindúa og er mikið af goðum/styttum að guðum þeirra að finna þarna sem og risastóra "gull"styttu framan við hellana. Maður þarf að labba 272 þrep upp í hellana og á leiðinni hittir maður fullt af litlum öpum sem krökkunum fannst voða gaman að fá að gefa banana. Þar sem Thaipusam var framundan var mun meira um að vera þarna en venjulega og við sáum fullt af fólki labba upp þrepin í gulum klæðum og bera birgðar. Sumir voru búnir að raka allt hárið af og bera á sig e-s konar gult duft, en þetta er víst eitthvað sem hindúar þurfa að gera helst amk einu sinni á ævinni og geta fórnað því og fengið eitthvað í staðin. Það var alla vega mjög gaman að sjá þetta allt og vel þess virði að fara þarna upp eftir á þessum tíma.
Þvi næst var haldið af stað í fílagarðinn sem var svona aðaltilhlökkunarefnið hjá krökkunum. Við vorum komin frekar tímanlega á staðin og ákváðum því að kíkja á lítinn dýragarð sem er þarna eiginlega við hliðina á og heitir Deerpark. Hann var ósköp lítill og heimilislegur, en mjög skemmtilegur því maður var í mikilli nánd við öll dýrin. Við fengum m.a. að gefa dádýrum að borða (og sum reyndu reyndar að borða líka bolin hans Óla, en það er annað mál...), halda á broddgelti, fóðra litla unga, halda á einhvers konar prímata, halda á slöngu, fóðra strút og klappa og gefa birni hunang að borða úr hendinni. Krakkarnir voru alla vega þvílíkt glaðir og þá auðvitað líka við foreldrarnir.
Svo fórum við loksins í fílagarðinn. Þarna miðast nefnilega allt við að vera á svæðinu þegar fílunum er gefið að borða og leyft að fara út. Þetta er nefnilega svona hálfgert munaðarleysingjahæli fyrir fíla og þessar "sýningar" eru algert aukaatriði. Þeir bjarga sem sagt fílum sem hafa orðið viðskila við hópinn eða eru slasaðir, hjúkra þeim og reyna að koma þeim aftur út í náttúruna. En stundum eru þeir það illa slasaðir, eða verða það háðir mannfólkinu að þeir funkera ekki úti í náttúrunni og þá fá þeir að vera þarna áfram. Þeir skiptast á að koma fram, en fá annars að vera þarna frjálsir á lokuðu svæði. Við fengum að gefa þeim að borða og Sigurður stóð sig manna best í því, þó svo allir hafi auðvitað prófað. Það var annað hvort hægt að gefa þeim þannig að þeir taka á móti með rananum eða stinga beint upp í þá. Sigurður og Óli prófuðum að gefa þeim beint en við skvísurnar létu okkur næga að rétta þeim í ranann. Svo fengu allir að prófa að fara smá hring á fílsbaki og það var voða gaman. En hápunkturinn var að fá að fara á fílsbak út í litla á sem var þarna þar sem þeir hentu okkur af baki. Þar var svo hægt að leika sér ofan í með litlum fílum, klappa þeim og skoða betur. Það voru allir voða ánægðir með þetta og við vorum því glöð fjögurra manna fjölskylda sem hélt heim á leið þarna seinni hluta dags.
Síðasta helgi var líka fín. Við fórum í afmæli á laugardeginum og á sunnudeginum sáum við Lion dance í tilefni að lokum Chinese New Year. Þetta fór fram hérna í Riana Green og það skemmtu sér allir konunglega. Það voru auðvitað þvílík læti, bumbusláttur og skrautlegir búningar. Þetta var eitthvað loftfimleikafólk sem var þarna inni í ljónunum, tveir í hverjum búning og svo hoppuðu þeir á milli stanga og sýndu þvílíkar listir, voða gaman allt saman. Allir vildu koma við ljónin, því það á að veita manni mikla lukku á komandi ári og svo var slegist um mandarínurnar/appelsínurnar sem þau dreifðu í lokin því það á víst líka að færa manni gæfu á komandi ári. Fórum svo út að borða með nokkrum héðan af svæðinu á Suður afrískan stað sem heitir Out of Africa. Vorum með fullt af krökkum með okkur sem skemmtu sér vel á leiksvæðinu sem var þarna á staðnum. Alger snilld, við fullorðna fólkið gátum bara borðað alveg í friði og þau djöfluðust allt kvöld og voru sjálf þvílíkt ánægð með þetta.
Á mánudeginum síðasta var svo sem sagt frí í skólanum og við nýttum þann dag vel. Við byrjuðum á því að fara í go-kart. Sigurður fékk að keyra sjálfur bíl og var þvílíkt kátur með það og fékk að fara tvisvar. Óli fór líka tvisvar, einu sinni með Sigurði á brautinni og svo fóru allir "kallarnir" einu sinni saman og þá var sko gefið í ;) Sonja Margrét var ekki nógu stór til að fá að keyra ein og fékk því að fara í tveggja mann bíl með henni Tinnu og skemmti sér vel. Eftir velheppnaða ferð í go-kartið var ákveðið að kíkja í aðaldýragarðinn hér á svæðinu með þeim Sigurjóni, Ernu og Írisi Ósk. Þetta er frekar stór garður og við sáum fíla, gíraffa, ljón, apa, alls kyns fugla, slöngur, krókódíla, skjaldbökur, uxa, dádýr, flóðhesta, nashyrninga og margt fleira. Við eigum samt enn eftir að skoða hluta af garðinum, en þar sem allir voru orðnir frekar þreyttir og lúnir þarna í lokin og orðið mjög heitt var ákveðið að láta þetta nægja í bili og koma frekar aftur. Kíktum á McDonanlds og brunuðum svo til Júlla (Rebekka var á spítalanum...) og sóttum vatn til hans og kjöftuðum aðeins og svo bara heim, enda skóli daginn eftir.
Þessa vikuna er Sigurður svo búinn að vera í prófum. Það eru sem sagt 3 annir á ári hjá þeim báðum og í lok hverrar annar er próf hjá þeim báðum. En í primary (sem Sigurður er í) og í secondary eru líka það sem kallað er monthly test á miðri önninni. Þau eru ekki alveg eins mörg og lokaprófin, en hann er engu að síður í 7 prófum (þar af 3 enskuprófum, grammar, composition og spelling) Hann hefur þegar lokið við 5 próf, en síðustu 2 prófin eru á morgun, science og history (uppáhaldið hans).
Ég er ekki búin vera dugleg í ræktinni (djööö...) en er búin að vera þeim mun duglegri í tennis. Höfum verið að fara stundum á hverjum degi í allt að 3 tíma. Við erum líka orðin ansi mörg í þessu, þannig að það er fínn félagsskapur í þessu. Í gær fór ég svo líka og prófaði skvass og það var alveg skemmtilegt, þannig að ég á sko eftir fara aftur og prófa það. Það er líka svo þægilegt að skella sér í tennis eða skvass, vellirnir hérna á svæðinu og fullt af liði sem er tilbúið að skella sér með manni.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Ætla að fara og reyna skella mér í að henda inn einhverjum myndum núna á næstu dögum. Þetta er bara orðið svo andsk... mikið sem ég þarf að fara í gegnum að ég er eitthvað að mikla þetta fyrir mér.
Bless í bili,
Rósa og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2009 | 13:25
Komin út aftur
Jæja þá erum við komin út aftur eftir yndislegan tíma heima á Fróni. Það var alveg ómetanlegt að fá að hitta alla sem manni þykir vænt um og eiga smá tíma með þeim. Verst bara að ég var auðvitað að vinna eins og mofó allan tíman og hafði þess vegna ekkert alltof mikinn tíma til að hitta alla sem mig langaði að hitta. Hitti flesta ekki oftar en einu sinni og suma ekkert , en svona er þetta bara. Sé alla vega að desember/jólin eru ekki góður tími fyrir mig að koma heim á ef þælingin er sú að hitta sem flesta. En þetta var yndislegt, mamma og pabbi dekruðu við okkur, krakkarnir voru ýkt glöð að fá að hitta allar ömmurnar og afana, vini sína og ekki síst að fá að fara í skólann. Eina sem vantaði var Óli. Við vorum eitthvað svo viss um að hann myndi ná að komast heim í amk viku, en svo varð ekki. Þannig að hann var einn úti um jólin. Það var svo sem mjög vel hugsað um hann, honum var endalaust boðið í mat og svona, en ég held að það sé nokkuð ljóst að við verðum saman öll fjölskyldan um næstu jól, hvernig sem við förum að því og hvar sem við verðum.
Ferðin út gékk mjög vel og krakkarnir voru rosaduglegir. Mamma keyrði okkur út á völl heima á Íslandi og þeim fannst voða erfitt að kveðja ömmu sína og voru hálfmiður sín fyrst á eftir. Vélin til London var alveg á tíma og við lentum um hádegisbil úti. Hentum töskunum í geymslu og fórum svo í mall inni í Uxbridge (ca 15 mín frá) þar sem við dúlluðum okkur fram eftir degi. Fórum svo tímanlega út á völl, sóttum töskurnar okkar og röltum frá terminal 1 yfir í terminal 3 með allt dótið. Krakkarnir voru ótrúlega duglegir, hjálpuðu mér með dótið og svona, en þetta er alveg ágætis spotti. Vorum svo búin að tékka okkur inn um 7-leytið en vélin fór ekki í loftið fyrr en í kringum 10. Borðuðum og dúlluðum okkur þangað til. Flugið gékk svo mjög vel, krakkarnir sofnuðu fljótlega eftir matinn og sváfu stóran part ferðarinnar (Sonja Margrét náði örugglega alveg um 9 klst!) Þegar við komum til Kuala Lumpur var engan Óla að finna. Skipti um kort í símanum og hringdi í hann. Þá hafði honum tekist að taka eina vitlausa beygju einhvers staðar og var einhvers staðar allt annars staðar! Tók krakkana með mér á Burger King og loksins þegar maturinn og allt var kominn og við nýbyrjuð að borða mætti Óli á svæðið. Krakkarnir (og auðvitað ég!) voru þvílíkt glöð að hitta pabba sinn að það hálfa hefði verið nóg. Ótrúlega gott eitthvað að vera loksins öll saman aftur.
Næstu tveir dagar fóru aðallega í að jafna okkur á tímamismuninum. Við vorum búin að biðja um frí fyrir krakkana út þá vikuna og það var líka eins gott, við vorum fyrst að jafna okkur þarna um helgina. Krakkarnir byrjuðu svo aftur í skólanum á mánudaginn fyrir rúmri viku og núna er allt svona smám saman að detta aftur í rútínu. Sigurður byrjaði í fótboltanum strax og við komum út og í dag byrjaði hann í fótboltanum í skólanum (verður þar á mánudögum eftir skóla og jafnvel einhverja laugardag ef ég nenni að keyra alla leiðina þangað) og Sonja Margrét er í sundtímum á sama tíma á mánudögum eftir skóla. Sigurði var svo boðið að taka þátt í því sem þeir kalla Centre of Excellence í fótboltanum sem hann er venjulega í um helgar. Þá er 15-20 strákum í hverjum aldursflokk boðið að fara á aukaæfingar á miðvikudögum og föstudögum hérna rétt hjá (ca 15-20 mín keyrsla) og þá eru þetta e-ð erfiðari æfingar og svo keppa þeir flesta laugardaga. Ætlum að prófa þetta og sjá hvernig það gengur m.t.t. heimavinnu o.fl. Mig langar svo að senda Sonju Margréti í ballett og/eða einhvers konar danstíma. Ætla að reyna að redda því núna á næstu dögum.
Annars erum við bara búin að hafa það ágætt hérna úti síðan við komum út. Við fórum nokkrir Íslendingar saman út að borða á sunnudaginn fyrir rúmri viku á ótrúlega fyndnum stað. Ég get nú eiginlega ekki sagt annað en að hann hafi verið frekar sjabbí, en það var ótrúlega góður maturinn þarna og það er alltaf fullt þarna. Þetta er svona aðallega sjávarrétta staður og fiskurinn/humarinn... eru bara lifandi í kerjum þarna og þú velur bara hvað þú vilt, þannig að þetta er allt voða ferskt. Eigum sko örugglega eftir að fara þangað aftur, það er nokkuð ljóst. Um helgina grilluðu svo eitthvað af Atlanta liðinu saman og það var voða næs og allt á rólegu nótunum, enda flestir með lítil börn.
Við Óli erum svo búin að vera nokkuð dugleg að hreyfa okkur. Erum búin að fara amk þrisvar í tennis og skella okkur í ræktina og svona. Ætla að reyna að vera aðeins duglegri á þessu ári en ég var undir lokin í fyrra, humm...
Svo ætla ég bara að reyna að njóta tímans sem við verðum hérna úti. Við vitum ekkert hvað við þurfum að vera lengi hérna, kannski verðum við komin heim um næstu jól, kannski seinna, og það er fullt sem ég á eftir að skoða og margt sem mig langar að prófa. Þannig að mitt áramótaheit í ár var að nýta þetta ár vel og vera dugleg að uppgötva nýja hluti og vera dugleg að fara eitthvað með liðið mitt. Held að það sé fínasta áramótaheit... Svo væri auðvitað voða gaman að fá einhvern í heimsókn til okkar *hint, hint* en eins og staðan er heima að þá gerum við svo sem ekki ráð að fá marga á næstu mánuðum.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, en verð svo vonandi dugleg að halda áfram að blogga á næstu dögum.
Kv. Rósa og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2008 | 05:04
Held ég sé að koma heim núna...
Ekkert heyrst frá mér lengi, en þetta er líka búin að vera óttalega erfiðir síðustu dagar og ég hef lítið verið í tölvunni.
Glöggir hafa kannski tekið eftir því að við krakkarnir erum ekki komin heim til Íslands... Við höfum sem sagt verið strandaglópar hér í Kuala Lumpur síðustu daga, "fórnarlömb" ástandsins í Bangkok. Við vorum nefnilega með Standby miða með Etihad og áttum að leggja af stað á laugardagskvöldið. Venjulega er ekkert mál að ferðast á þessum miðum og enginn sem við þekkjum hefur lent í vandræðum/misst af flugi áður. Við höfum kannski þurft að fara á economy (þetta eru bissamiðar) en það er nú ekkert voða hræðilegt. En núna er sem sagt allri umferð frá Bangkok beint til Kuala Lumpur og vélarnar því vel yfirbókaðar og standby fólk er ekki beint í forgangi (svona fyrir utan að Atlantaliðið er langt á eftir Etihadliðinu í forgang o.s.frv.) Alla vega við fórum tvisvar upp á völl og biðum eftir að komast með en ekkert gékk. Á sunnudaginn var vélin t.d. það mikið yfirbókuð að það var búið að yfirbóka um 22 eða 26 fullborgandi miða og svo voru rúmlega 40 aðrir standby...sem sagt lítil von fyrir okkur. Töluðum við einhvern þarna á skrifstofunni hjá þeim og svona er ástandið hjá þeim framyfir næstu helgi (spurðum ekki lengra), amk 10-20 yfirbókaðir í hverja vél :(
Á mánudaginn rann svo visaið okkar út og við vorum bara ekki í góðum málum. Eyddum öllum deginu í immigration að reyna fá framlengingu. Það á að vera ekkert mál að fá mánaðarframlengingu, en af því við vorum ekki með confirmed miða var þetta eitthvað rosavesen. Á endanum fengum við þó 14 daga framlengingu og vorum bara ánægð með það. Vorum síðust út þennan dag (alsíðust...) og greiddum fyrir þetta 300MYR (ca 12000 íslenskar krónur) Var svo glöð að þetta fékkst í gegn að við fengum fólk yfir til okkar um kvöldið og ég fékk mér sko bara rauðvín! Við vorum alla vega búim að kaupa okkur smá frest og sáum fram á að komast amk aftur inn í landið (sem er kostur þegar við/kallinn er baseaður hérna)
Gærdagurinn fór svo allur í það að reyna að koma okkur á fraktarann hjá Atlanta sem fara átti til Amsterdam. Reglan er sú að börn mega ekki fara um borð (öryggisreglur, eitthvað með neyðarútganga að gera) en það var allt gert til að aðstoða okkur hjá Atlanta og við fengum leyfi hjá þeim, vorum búin að tala við flugstjórann og allt virtist klappað og klárt. Krakkarnir voru farnir að sofa, spenntir að vakna um miðja nótt og leggja af stað og við búin að breyta Icelandairfluginu (í annað skiptið í vikunni) og panta hótel í Amsterdam þegar það var hringt í okkur seint í gærkvöldi og okkur tilkynnt að Malaysian hefði tekið fyrir að ég færi með krakkana í fraktarann. Smá sjokkur og ég sá hreinlega ekki fram á það að við kæmumst heim. En eftir mikla leit á netinu þar sem allt var ógó dýrt og algerlega ljóst að við værum ekki að fara að nota Etihadmiðana þar sem allt er upppantað hjá þeim framyfir þann tíma sem visaið rennur út næst tókum við þá ákvörðun að kaupa miða á yfirsprengdu verði og koma okkur bara heim sem fyrst. Þannig að við krakkarnir eigum pantað flug með Malaysian rétt fyrir miðnætti í kvöld og ættum að vera komin heim seinnipartinn á fimmtudaginn ef allt gengur upp.
Við erum náttúrulega nett á kúpunni eftir þetta og búið að tilkynna krökkunum að þetta verði jólagjöfin í ár og þau tóku bara vel í það, sérstaklega þegar við útskýrðum þetta allt fyrir þeim. Við komumst bara að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki tekið það af þeim að fara heim. Þau eru búin að hlakka svo mikið til og verða fyrir vonbrigðum (og brotna alveg niður) oftar en einu sinni síðustu vikuna að við gátum ekki hugsað okkur að hætta við ferðina þó svo það hefði verið eina rökrétta ákvörðunin svona peningalega séð. Þannig að núna þarf ég að vera ógó dugleg og smíða á fullu fyrir jólin, Óli að teikna og fljúga og þá getum við vonandi borgað þetta sem fyrst ;) Núna er ég bara að vona að Óli losni við flug sem hann er settur á 31. des og komist heim til okkar um áramótin, þá væri allt fullkomið (nema náttúrulega að Óli verður ekki með okkur um jólin...)
Ég ætla þess vegna að reyna koma mér út með krökkunum núna, leyfa þeim að leika sér aðeins í lauginni svona síðasta daginn, halda þeim vakandi þangað til við förum í loftið og þá vonandi sofa þau sem lengst ;) Veit alla vega að það verður örugglega spennufall hjá mér þegar ég verð komin í loftið og þá væri gott að geta lagt sig aðeins...
Vona að ég sjá ykkur öll sem fyrst,
Kveðja frá Rósu sem er enn í Kuala...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 14:51
Prófin að baki
Þá er fyrstu próftörninni hjá krökkunum lokið. Síðustu prófin hjá þeim báðum voru á fimmtudaginn. Í tilefni af því fórum við með þau í bíó í gærkvöldi að sjá Madagaskar 2 og við skemmtum okkur öll frábærlega og krakkarnir áttu það svo sannarlega skilið, þau eru búin að vera mjög dugleg alla vikuna, enda er þetta slatta álag á ekki eldri börn.
Sigurður er búin að fá úr nokkrum prófum og það verður ekki annað sagt en að hann er að koma okkur skemmtilega á óvart. Lægsta einkunnin sem hann er búin að fá var í ensku og hún var 76,5 (hér bara gefið í prósentum, 100% auðvitað best) Málfræðin og málskilningur var það sem var að draga hann niður og það er eitthvað sem ég er viss um að á eftir að koma. Ekki það að þetta er frábær einkunn, þó svo hann væri búinn að vera hérna heillengi. Hann fékk svo 92 í Spelling, 94 í Math og 96 í bæði History og Geography. Hann á svo eftir að fá úr French, Science og Art ef ég man rétt.
Sonja Margrét er ekki farin að fá neitt úr sínum prófum en ég geri mér grein fyrir því að hún verður ekki mjög há á þessari önn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að henni að hún geti klárað öll prófin upp á 10 þegar hún skilur jafnvel ekki það sem er verið að biðja um. Fór yfir efnið með henni fyrir prófin og ég veit að hún t.d. kann stærðfræðina og Scinence upp á 10 ef prófið væri á íslensku, en það er bara ekki það sem er í gangi hérna. Ég legg litla sem enga áherslu á Bahasa Melayu og Mandarin, finnst nóg að hún nái enskunni vel svona til að byrja með.
Annars finn ég svaka mun á henni bara núna síðustu daga. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir að ég sé nokkuð viss um að henni hafi ekkert gengið alltof vel í prófunum kom hún yfirleitt skælbrosandi og ánægð heim, viss um að hún hefði staðið sig ótrúlega vel og það hefur bara hefið henni smá kraft. Það er eins og henni finnist hún allt í einu geta þetta. Ég hef reyndar fundið vaxandi áhuga hjá henni á því að læra enskuna að undanförnu, en núna er eitthvað mikið að gerast og ég er viss um að núna fari þetta að koma hjá henni. Í dag gerðist það t.d. í fyrsta skipti að ég sat hérna inni og hún kom til mín og bað um að við færum út í sund því hún vildi fara út að leika við stelpurnar og æfa sig í ensku! Ég hélt ég myndi bara detta niður af stólnum. Við fórum auðvitað út og hún fór og lék fullt við alla krakkana og ég heyrði að hún var að tala við stelpurnar. Ó mæ hvað ég var ótrúlega stolt af henni :) Þannig að núna verð ég bara að vera dugleg að halda henni við þegar við förum heim. En hún er alla vega farin að finna að ef hún ætlar að eiga vini hérna og tala eitthvað við krakkana verður hún að tala ensku. En það mikilvægasta er að hún er held ég farin að trúa því loksins að hún geti það.
Annars er þetta búin að vera frekar rólega vika. Flugið hans Óla á þriðjudaginn var fellt niður en hann er búin að vera duglegur að teikna og læra í staðinn. Hann fór svo að fljúga áðan, kemur á morgun og fer aftur á þriðjudag ef ég man rétt og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag, daginn sem við förum heim. Þannig að við rétt náum að kyssa hann bless áður en við hoppum upp í vél á leið til Íslands. Ég er aðallega búin að vera í því að læra með krökkunum og hjálpa þeim að útbúa glósur og svona. Fór reyndar í art tíma í gær (ó mæ var ekki vel upplögð og allt gékk mjög hægt) og skellti mér svo í síðbúin lunch með Steinunni og Wendy í KLCC. Fórum á einhvern stað sem er í Petronasturnunum (eða þarna niðri eiginlega milli þeirra) og sátum úti með útsýni yfir garðinn og tjörnina sem eru þarna fyrir aftan. Frekar næs og mjög flott. Ætla að kíkja þangað með Óla eftir helgina. Svo þarf ég að kíkja í Chinatown í næstu viku og að lokum þarf að klára að kaupa eitthvað af jólagjöfum. Getum samt ekki keypt neitt voða mikið því það þarf að koma þessu öllu heim.
Jæja ætla að skella mér í sturtu og hoppa upp í rúm og horfa á eins og einn þátt í tölvunni uppi í rúmi...
Bæjó,
Rósa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2008 | 06:27
Nýjar myndir
Í ljósi þess að það er búið að skamma mig svolítið fyrir það að hafa verið ódugleg að skella inn myndum af okkur að þá vildi ég láta vita af því að ég er búin að vera ógó dugleg um helgina og skella inn fullt af myndum inn á heimsíður krakkanna. Er búin að setja inn einhver 15-16 albúm, fystu frá því rétt áður en við fórum út og svo til dagsins í dag. Erum reyndar búin að vera frekar ódugleg að taka myndir sem helgast aðallega af því að litla vélin dó í vor og sú stóra passa illa í veskið mitt... Erum búin að finna litla vél sem okkur langar í og vonumst til að geta fjárfest í henni bráðlega og farið þá að taka ógrynnin öll af myndum.
Annars er nú lítið að frétta síðan síðast heyrðist í okkur. Höfum bara átt rólega helgi. Sigurður fór í fótbolta báða morgnana, Óli var að fljúga á laugardaginn og svo vorum við bara að dúlla okkur heima og krakkarnir að læra undir próf (Sigurður fór í fyrstu prófin í dag, Sonja Margrét byrjar á morgun) Fórum reyndar og kíktum á smá sýningu úti í 1Utama (verslunarmiðstöð hérna rétt hjá) og skelltum okkur svo á Fridays í gær. Það var verið að sýna lítinn robota frá Honda sem heitir Asimo, ótrúlegt kvikyndi... Fyndið að horfa á hann. Það var einna helst að maður héldi að það væri kall þarna inn í einhverjum búning. Hann labbaði, "talaði", sparkaði bolta, dansaði o.fl. Auðvitað takmarkaðir hlutir sem hann getur gert enn samt ótrúlegt tæki. Við höfðum alla vega voða gaman af því að sjá þetta.
Svo styttist bara í að við komum heim (þ.e. ég og krakkarnir). Eftir tvær vikur verð ég sem sagt á Íslandi...ótrúlegur andskoti. Hlakka til að hitta alla.
Knús,
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 13:43
Á leiðinni heim í jólasteikina
Jebb það eru allar líkur á því að ég komi heim með krakkana í desember. Það er búið að ganga frá miðunum til Íslands og verið að vinna í miðunum til London. Vona að það gangi allt upp (ætti að gera það) Ég kem þá heim 30. nóv og fer ekki aftur út fyrr en 6. jan. Visa-ið okkar er að renna út hérna í Malasíu um mánaðarmótin og svo eru krakkarnir komnir í jólafrí 28. nóv þannig að þetta passar ágætlega. Ég ætla þá að vera voðalega dugleg að vinna í Gulli og Silfri fyrir jólin og krakkarnir eru að vonast til að fá að fara í skólann í des og hitta alla vinina. Það er enn þá óljóst hvort Óli komist heim, erum að láta okkur dreyma um að hann geti kíkt hingað milli jóla og nýárs og eytt með okkur áramótunum, það væri náttúrulega eðal. En það vilja auðvitað allir vera í fríi um jólin og Óli er auðvitað ekki búinn að vera vinna það lengi þannig að kannski erum við fullbjartsýn að þetta gangi upp.
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Við erum loksins búin að mála stofuna og skipta um ljós og vá hvað það er mikill munur! Þannig að núna er manni loksins farið að líða eins og þetta sé okkar heimili. Næst þurfum við bara að taka herbergin í gegn hjá krökkunum, þau eru frekar dull og svo auðvitað lítið sem ekkert af dóti. Ætlum loksins að senda dótið okkar út núna í des (ætla fara í gegnum þetta þegar ég kem heim fyrst það er ekki enn búið að senda þetta, taka eitthvað úr og bæta einhverju við) og þá fá þau loksins eitthvað af dótinu sínu. Svo erum við jafnvel að spá í að gefa þeim skrifborð+ stól og eitthvað fleira í jólagjöf og þá myndum við bara gera það þegar við kæmum út aftur eftir jól og taka þá herbergin þeirra í gegn, mála og svona.
Við þurfum svo að fara verða duglegri að skoða okkur um hérna, erum búin að vera alltof löt í því. Ætluðum reyndar að fara í Batu Caves um síðustu helgi, en þegar við ætluðum að leggja af stað gerði þessa líka þvílíku rigningu að við hættum við. Þetta eru nefnilega hellar hérna rétt fyrir utan KL sem er einhver helgasti staðu hindúa hér á svæðinu. Fyrir utan þá er risa gulllíkneski og svo þarf að ganga upp tæplega 300 tröppur að hellunum (ekki gaman í rigningu) og þar eru fullt af öpum sem borða af manni banana og hnetur (aðalaðdráttaraflið hjá krökkunum, heldur ekki skemmtilegt í rigningu). Inni í hellunum er svo ekkert ljós nema geislar sólarinnar sem koma inn um göt í loftinu og það er víst ókostur að vera í hellum með götum að ofan í rigningu... Þannig að stefnan er tekin að fara þangað eftir rúma viku og svo ætlum við Óli að reyna komast í Petronasturnana í næstu eða þarnæstu viku. Annars erum við nú búin að kíkja aðeins aftur í Chinatown og Central market sem er þar rétt hjá. Alltaf gaman að koma inn í Chinatown, það er eitthvað svo allt öðru vísi en allt heima og svona það sem maður er vanur.
Krökkunum gengur ágætlega í skólanum. Sigurði samt áberandi betur en Sonju. Ég er svolítið hissa og stressuð yfir því hvað það gengur hægt hjá Sonju Margréti að læra enskuna. Hún er auðvitað bara búin að vera í skólanum í rúmlega 1 1/2 mánuð en ég hélt samt að hún yrði fljótari að þessu. Hún er auðvitað þrjóskari en allt þrjóskt og þegar hún byrjaði í skólanum tilkynnti hún okkur að hún ætlaði ekki að læra ensku því hún vildi það ekki og hún vildi bara vera í skóla á Íslandi. Þannig að hún var svo sem ekkert að leggja sig fram til að byrja með. Finn aðeins viðhorfsbreytingu hjá henni núna, en mér finnst hún bara ekki skilja neitt :( Það er náttúrulega alveg til að flækja málin að skvísan er líka að læra Bahasa Melayu og Mandarin... Svo erum við á leiðinni heim og ég er farin að hafa áhyggjur af því að þá gleymi hún því litla sem hún er búin að læra og ég þurfi að byrja alveg upp á nýtt. En það verður þá bara að hafa það... Krakkarnir hafa verið að taka rútuna í skólann núna í næstum tvær vikur og það hefur gengið mjög vel. Það munar svakalega fyrir okkur í keyrslu, því það er svo mikil umferð á morgnanna. Þá keyrum við þau upp í Damansara Heights, þaðan sem rútan fer og erum komin til baka kl. 7:30 í stað þess að vera koma heim kl. 9. Við sækjum þau samt alltaf í skólann (ja, við eða Steinunn/Gummi sem eru að keyra á móti okkur) því rútan fer ekki úr skólanum fyrr en 4:30 og okkur finnst nú dagurinn vera ansi langur hjá þessum elskum þó svo við séum ekki að láta þau vera að bíða í klst eftir að skólinn er búinn og þar til rútan fer. En það er líka mun minni umferð seinnipartinn og ekkert mál að skutlast eftir þeim 2-3x í viku. Framundan eru svo annarpróf hjá krökkunum. Sigurður fer að ég held í 9 próf og Sonja Margrét í 7 próf! Þau eru sem sagt í prófum alla næstu viku þannig að þessi helgi og næsta vika verður örugglega svolítið erfið. Síðasta vikan verður svo vonandi bara í léttari kantinum. Veit t.d. að Sigurður og fleiri í 3rd grade eru að æfa jólaleikrit sem verður sýnt síðasta daginn fyrir jólafrí og hann á að leika jólasveininn og segja ho ho ho ;)
Ég hef fengið að hafa kallinn svolítið hjá mér að undanförnu, það voru felld niður einhver tvö flug og við höfum því haft fínan tíma saman. Reyndar hefur Óli verið voða duglegur að vinna (teikna) á meðan en við höfum nú samt alveg fundið tíma til að kíkja í lunch, kíkja í bókabúðir, að ég tali nú ekki um nuddið sem við skelltum okkur loksins í vikunni (erum búin að vera á leiðinni síðan við komum út). Ef rosterinn hans Óla breytist ekki, verður hann samt að vinna ansi mikið þangað til við förum út.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Hlakka til að sjá alla á Fróni von bráðar og fer fram á að vera boðið í nokkra saumaklúbba og vona að einhver nenni jafnvel að kíkja með mér í lunch einhvern daginn...
Bíb...Rósa
Bloggar | Breytt 15.11.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 14:22
Halloween, tónleikar og fleira skemmtilegt
Það átti nú ekki að líða svona langur tími á milli færslna, en oh well...
Við höfum það voða gott hérna úti. Það er búið að vera svaka heitt síðustu daga (í kringum 35 gráður) og mikill raki, eiginlega full mikið af hinu góða. Í gær rigndi svo í fyrsta skipti í næstum viku og svo aftur í dag með tilheyrandi þrumum og eldingum. Það er sko alveg ótrúleg kraftur í þessu og lætin í samræmi við það. Hef bara aldrei kynnst öðru eins.
Fyrir viku (á mánudaginn) var Deepavali og þess vegna voru krakkarnir í fríi á mánudag og þriðjudag. Við gerðum svo sem lítið þessa helgi. Óli átti að vera að vinna, en vélin bilaði og var föst einhvers staðar. Við biðum því í rúman sólarhring eftir að fá að vita hvenær hann færi í loftið og gerðum þess vegna lítið á meðan. Að lokum var svo flugið bara fellt niður, Óla til mikillar gleði (eða þannig sko, ef hann fengi að ráða væri hann næstum alltaf í loftinu...) Hápunktur helgarinnar var svo örugglega bíóferðin á High school musical 3, það er sko búið að bíða eftir þeirri mynd á þessu heimili
Á miðvikudeginum eftir frí var venjulegur skóli hjá Sigurði en Sonja Margrét átti að mæta á æfingu fyrir árlega tónleika primary hluta skólans í Damansara Heights. Það var því ákveðið að Sigurður og Tinna færu með skólarútinni sem fer frá Damansara Height þennan daginn og þannig gæti ég séð leiðina sem ég ætti að fara seinna um morguninn. Þetta reyndist voða drama því skólabíllinn fór og snemma af stað og við sáum hann keyra í burtu. Náðum á endanum að fá rútuna til að stoppa eftir svaka flaut og læti og krakkarnir fengu að fara með þrátt fyrir að bílstjórinn væri ekkert voða kátur með okkur. Ég fór svo heim með Steinunni, sótti Sonju Margréti og keyrði hana svo á æfinguna. Eyddi svo næstu klst aðallega í keyrslu, fyrst heim, svo í búðina, svo að sækja Sonju Margréti og þaðan upp í Cheras að sækja Sigurð, Tinnu og Beru. Nóg að gera í keyrslu hérna úti. Er örugglega í alla vega 50% vinnu við það þessa dagana... En það er líka ekkert mál lengur að keyra hérna úti. Þetta eru svo sem algerir brjálæðingar í umferðinni og algerar frekjur, en þetta gengur allt einhvern vegin. Ég reyni að vera svolítil frekja líka og nú ef ég geri eitthvað voða aulalegt að þá skiptir það voða litlu máli, ég sé þetta fólk örugglega aldrei aftur...
Á föstudaginn var svo Halloween hérna úti. Krakkarnir mættu í búningum í skólann, Sigurður var Starwars gaur og Sonja Margrét Skellibjalla. Það var svo sem ekker sérstakt gert hjá Sonju Margréti, en hjá Sigurði voru krakkarnir með fullt af nammi og voru að bítta sín á milli og voða gaman bara. Eftir skóla fórum við svo með liðinu hérna á Riana Green, þ.e. Steinunni og Gumma, Anki og Lawrence, Anitu, Agniesku og Rob, Monicu og öllum krökkunum og einhverjum fleirum til Valencia þar sem Shirley og maðurinn hennar búa núna. Þar var svaka Halloween partý í gangi í Clubhouse-inu. Það voru leikir fyrir krakkana og alls kyns skemmtilegheit í gangi. Eftir matinn fóru krakkarnir svo um allt hverfið í Trick eða Treat, voða gaman. Það var líka búið að útbúa Scary House, sem var sko alveg svakalega hræðilegt! Alla vega voða gaman hjá krökkunum og þau komu heim með fulla poka af nammi eftir kvöldið.
Morguninn eftir þurftum við svo að vakna snemma því Sonja Margrét var að syngja á árlegum tónleikum í skólanum. Hún var búin að hlakka mikið til og ekki vorum við foreldrarnir minna spenntir. Hún stóð sig auðvitað frábærlega. Var fremst í hópnum sínum og söng og dansaði svaka vel. Við vorum því mjög stolt þegar við keyrðum heim á leið.
Eftir að hafa eytt restini af deginu í rólegheitum var okkur boðið í Atlanta grill við eina af sundlaugunum hérna í Riana Green. Óli Ket, sem er yfir flugvirkjunum hérna úti og er maðurinn hennar Melissu bauð til svaka veislu, bjór, rauðvín, pylsur, hamborgarar og ég veit ekki hvað. Krakkarnir hömuðust í lauginni og allir skemmtu sér vel, enda fín mæting. Þegar leið á kvöldið fór ég heim með krakkana, en Óli var eitthvað lengur með liðinu og skemmti sér vel.
Gærdagurinn var svo ósköp rólegur. Sváfum frameftir, eldum amerískar pönnukökur með jarðaberjum, slökuðum á, kláruðum stór verkefni sem Sigurður á að skila í skólanum (eitt svona "project" á hverri önn, núna í Math og Science) og fórum að lokum í Curve þar sem við fórum og keyptum loksins málningu á stofuna og enduðum úti að borða á Fridays. Ágætis endir á ágætis helgi. Eða svona þannig séð...við náttúrulega horfðum á síðasta formúlumótið og djö... var Massa nálægt þvi að taka þetta. Er bara engan vegin að fíla Hamilton. Þannig að ég fór ekki alveg fullsátt að sofa.
Þannig að við höfum það bara gott hérna úti. Nóg að gera og fullt af skemmtilegu fólki að kynnast. En það þýðir samt ekki að maður sakni ekki allra heima. Óskar frábæri frændi okkar átti t.d. 4 ára afmæli fyrir viku og okkur fannst auðvitað alveg glatað að komast ekki í afmælið til hans og fá að knúsa hann svolítið almennilega. Nú og svo eru Magnús og Þórhildur búin að vera með alla krakkana heima á Íslandi í síðustu viku. Þau komu til að láta skíra litla frænda sem ekkert okkar hefur fengið að sjá. Og það er auðvitað alveg súrt að eiga frænda sem maður hefur ekki fengið að knúsa og kynnast. Hvað þá að fá að leika við Jónatan og Gerði Maríu... En litli frændi fékk alla vega hið fallega nafn Daníel Hjaltalín í gær og óskum við honum, og allri fjölskyldunni, auðvitað innilega til hamingju með það. Vonandi fáum við svo bara að hitta hann og kynnast honum sem allra fyrst.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili og fara að koma mér í bólið.
Kveðja frá Kuala...
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2008 | 02:08
Alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa
Jæja ekki hef ég staðið við stóru orðin og bætt inn myndum... Lofa að reyna að bæta úr því við fyrsta tækifæri...
Héðan er annars allt gott að frétta. Svo sem ekki margt merkilegt gerst síðan fyrir helgi. Það var reyndar svona sport carnival hjá Sigurð í skólanum í síðustu viku. Húsin í skólanum kepptu sín á milli í alls kyns íþróttagreinum og allir gátu valið sér grein til að taka þátt í og það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Sigurður valdi fótbota. Í tvær vikur á undan þessu sports carnivali áttu allir að mæta á æfingar eftir skóla og svo var úrtaka fyrir hvert hús og valið í lið fyrir carnivalið. Sigurður komst í liðið og keppti á fimmtudaginn síðasta. Hann stóð sig svona líka rosavel að hann er bara umtalaður í skólanum. Kennarinn hans kom og talaði við okkur og þeir vilja endilega fá hann í skólaliðið. Þrátt fyrir að hafa verið yngstur á vellinum (liðið var blanda úr öllum bekkjum í primary, sem er upp í 6. bekk, Sigurður er i 3.bekk) stóð hann sig einna best og skólablaðið var að taka myndir af honum og aðrir kennarar en umsjónarkennarinn hans hafa verið að koma til okkar og hrósa honum. Held að hluti af þessu sé að hérna séu krakkarnir ekki eins vanir að keppa og strákarnir heima á Íslandi. Sigurður hefur auðvitað verið að keppa fullt með HK og eins og þeir sem þekkja kauða vita, er hann með brjálað keppnisskap! Við erum aðeins að spá hvernig við högum þessu því æfingarnar eru á mán og þri eftir skóla (til kl. 5) og á laugardagsmorgnum. Þannig að þetta er slatta aukakeyrsla. Er alvarlega að spá í að athuga hvort hann geti ekki bara byrjað strax og næsta önn byrjar því það er bara mánuður eftir af þessri og svo er frí allan desember. Held það verði nóg álag á honum í næsta mánuði þegar lokaprófin eru og svona og svo er hann auðvitað á æfingum hérna nær okkur á laugardögum og sunnudögum. Hann væri auðvitað til í að vera fótbolta alla daga, allan daginn en ég ætla aðeins að skoða þetta.
Annars gékk síðasta vika vel í skólanum. Sonja Margrét var smá lítil einn morguninn en fór ekkert að gráta. Í morgun fór ég með hana og hún var svona nett tæp. Held það hafi bara verið af því að ég var með henni og er viss um að þetta hafi verið allt í góðu strax og ég var farin.
En já ÉG sem sagt keyrði þau í morgun!!! Ýkt ánægð með sjálfa mig... Ég er búin að vera eitthvað svo stressuð með að keyra hérna. Er auðvitað búin að keyra fullt hérna í nánasta umhverfi, út í mollin hérna í kring, í ræktina, í Ikea og svona en lítið verið að keyra í skólann og bara úti á hraðbrautinni í lengri ferðir. Tók mig til og keyrði í og úr skólanum á miðvikudaginn þegar við sóttum krakkana. En þá var Óli með mér og það er muuuuun minni umferð eftir hádegi en á morgnanna. En í morgun var ég sem sagt búin að lofa keyra liðið, Steinunn og co voru í kveðjupartýi í gærkveldi og Óli er að fljúga, þannig að þetta var ágætis pressa á mér að drífa bara í því að gera þetta sjálf. Það var slatta umferð, sérstaklega á heimleiðinni, meira að segja meiri en nokkru sinni fyrr á leiðinlegasta hlutanum, en þetta gékk vonum framar og ég er sem sagt komin heim óslösuð og á heilum bíl! Þannig að núna held ég að ég geti hvað sem er! (ein smá ánægð með sig... )
Annars er ég bara dauð í líkamanum í dag og þó að það sé miðvikudagur held ég að ég segi pass við ræktinni í dag. Fór í ræktina á mánudaginn og var nett þreytt eftir skrítna nótt þar sem ég einhverra hluta vegna svaf eitthvað asnalega og vaknaði dauðþreytt. Var rétt byrjuð að hita upp þegar Óli kemur með einkaþjálfarann og sendir mig í tíma. Hafði ekki hugmynd um að við værum að fara að hitta hann. Óli sem var álíka þreyttur og ég var svona líka "almennilegur"að hann vildi endilega að ég færi ein í tíma hjá gaurnum, hann vissi sko alveg hvað beið mín og ég held satt að segja að hann hafi ekki nennt því/treyst sér í tíma hjá gaurnum. Alla vega þá var þetta bara killer æfing og í fyrsta skipti á ævinni hélt ég að ég myndi bara æla á æfingunni. En ég komst einhvern vegin í gegnum hana en sit núna uppi með harðsperrur dauðans og stigar eru mínir helstu óvinir í augnablikinu. Er alla vega mjög fegin því í augnablikinu að það er lyfta í húsinu okkar
Í gær fór ég svo í annað skiptið inn í Chinatown. Fór með Steinunni og Wendy í málningarleiðangur fyrir art tímann okkar. Löbbuðum aðeins um og fengum okkur að borða áður en við fórum að kaupa hana. Þegar við vorum búin að borða og við ætluðum að rölta yfir í búðina sem við komum til að fara í gerði þessa líka brjáluðu rigningu og einhverra hluta vegna var engin okkar með regnhlíf (eitthvað sem sannir Malasíubúar eru alltaf með í bílnum sínum og veskinu sínu) Enduðum á því að gefast upp á því að bíða eftir að það stytti upp og hlupum yfir götur og undir skyggnum á húsum. En fengum svo leiðbeiningar um styttri leið sem reyndist mjög svo mikil upplifun. Þetta var svona hálfgert sund/göng sem voru á milli húsa þar sem sem innfæddir eru með svona matarmarkað. Þetta var eins og að koma inn í einhvern annan heim og mér fannst ég stödd í einhverri bíómynd. Það var mjög lágt til lofts, eiginlega eins og við værum neðanjarðar, allt grátt, hrátt og skítugt, pípur/lagnir í loftinu, rennur fullar af vatni upp við veggina og svo mjór gangur til að labba á. Sitt hvoru megin voru svo borð með alls kyns matarkyns til sölu. Þarna voru ávextir, þurrkuð smálsíli, fiskur, kettir í búri (held samt ekki til að borða...vona það alla vega ekki!) við hliðina á svínslöppum, lifandi hænur í búri og ég hreinlega veit ekki hvað. Kallarnir sátu skítugir uppi á borðum og búralegar kellingar með svuntur að afgreiða. Það var vibbalykt þarna inni en samt einhvern vegin mjög spes að vera þarna inni og mikil upplifun. Við Steinunn vorum eina hvíta fólkið þarna og meira að segja Wendy sem er local vissi ekki að þessi markaður væri enn við lýði, hafði heyrt af einhverju svona en hélt að það væri löngu búið að leggja þetta af. Efast um að mig langi aftur þangað en það var samt mjög gaman að sjá þetta.
Framundan er svo löng helgi hjá okkur því það er frí í skólanum hjá krökkunum á mánudag og þriðjudag vegna Deepavali, eða hátíðar ljóssins hjá hindúum. Svolítið merkilegt að vera í svona fjölmenningarlandi. Það þarf auðvitað að taka tillit til allra trúarbragða og þess vegna eru endalausir frídagar svo það sé nú ekki að vera gera upp á milli neinna. Ekki að ég sé neitt að kvarta, finnst ágætt að hafa krakkana hjá mér og ekki eru þau ósátt Það er síðan reyndar ekkert frí í nóvember en að honum loknum eru þau svo líka komin í rúmlega mánaðar jólafrí!
Jæja ætla að fara vera dugleg áður en Óli kemur heim úr flugi, brjóta saman þvott, búa um og eitthvað svona skemmtilegt.
Kv. Rósa kappaksturshetja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 02:25
Á lífi ;)
Hæ hæ hæ....já við erum enn í Malasíu, en ekki algerlega horfin af jarðkringlunni þó svo við höfum horfið úr netheimum! Við erum sem sagt loksins komin með landlínu og adsl og nú get ég farið að blogga eins og vindurinn ;) Tengingin er ekki eins góð og heima, en muuuunnn betri en þetta wi-fi drasl sem við vorum með áður.
Við höfum það ágætt hérna úti, ýmislegt sem við getum svo sem fundið að hlutunum (ekki allt alveg eins og við töldum að hlutirnir ættu að vera áður en við fórum út) en það er líka margt gott hérna og á meðan ástandið er eins og það er heima held ég að þetta sé bara ágætis staður til að vera á. Eina að það hefur auðvitað allt "hækkað" verulega síðan við komum út, enda stærstur hluti af Óla launum í íslenskum krónum og ringitið hér úti tengt dollar og við með íslensk kort til að ná peningunum út...ekki góð blanda í ástandinu heima. En við kvörtum ekki, það eru margir að fara mjög illa út úr þessu heima, margir sem okkur þykir vænt um og þá skammast maður sín fyrir að vera að væla yfir svona smámunum.
Þar sem það er orðið "pínu" langt síðan að ég skrifaði síðast hefur auðvitað margt gerst, þó aðallega heima á Íslandi. Krakkarnir voru í vikufríi hérna frá skólanum um síðustu mánaðarmót. Það var ósköp næs, en við gerðum svo sem ekki margt. Við náðum þó að fara eina ferð með Steinunni, Gumma og börnum uppí Genting Highlands sem er skemmtigarður upp á toppi fjalls. Það var fínasta ferð, reyndar svolítið mikið af fólki því að það voru allir í fríi en gaman. Þar sem þetta er svona ofarlega er mun kaldara þarna og Sonja Margrét var t.d. bara í flíspeysu og ég í síðerma gollu og allir í síðbuxum. Sigurður tók samt bara töffarann á þetta og var bara í sínum stuttermabol og ekkert múður! Náðum að fara í einhver tæki og skoða okkur aðeins um. Það gerði síðan hellirigningu þannig að allir fóru í innihlutann af garðinum og þá var svolítið troðið. En þetta var gaman og við keyptum okkur árspassa, þannig að við eigum eftir að fara þangað aftur með krakkana. Eina að ferðin upp fjallið reyndi svoooolítið á Proton lúxuskerruna. Ég hló mig næstum máttlausa á leiðinni upp þegar bíllinn var að erfiða upp brekkurnar og krakkarnir skildu ekkert hvað gekk að mömmu þeirra. En upp komst bíllinn og það var fyrir öllu. Leiðin til baka var svo mun auðveldari...
Krakkarnir fóru svo aftur í skólann í síðustu viku. Það var greinilega ekkert voða gott að taka svona vikufrí þegar þau voru nýbyrjuð því síðasta vika einkenndist svolítið af bakslagi hjá krökkunum og þau grétu til skiptis flesta morgna í síðustu viku og það var mjöööög erfitt að skilja þau eftir í skólanum. Ég grét og grét á leiðinni heim og var næstum bara farin heim. En það sem af er þessari viku hefur gengið mjög vel, 7-9-13. Þau tala samt mikið um Ísland og vini sína þar og vilja helst fara heim og það er erfitt að setjast niður með þeim og reyna útskýra fyrir þeim að við séum ekki á leiðinni heim alveg strax. Svo er maður með svolítið samviskubit yfir álaginu á þeim. Þau hafa ekkert náð að vera í fótbolta eða fimleikum eða neinu svoleiðis. Álagið á þeim í skólanum er það mikið að þau geta bara ekki meir þegar þau eru loksins komin heim. Þau eru farin út héðan um kl. 7 og eru að koma heim 4:15-4:30 og þá á oft eftir að læra slatta og svo þurfa þau að vera komin snemma í bólið þvi þau þurfa að vakna ekki seinna en 6:30. Og þetta er bara slatti fyrir ekki eldri börn. Sigurður er reyndar að byrja í fótbolta sem er á lau og sun. Þeir eru líka með æfingar í miðri viku annars staðar og eins eru æfingar 2x í viku í skólanum eftir að kennslu lýkur ef hann vill, en ég hugsa að við látum helgarnar duga á meðan hann er að komast inn í enskuna og skólann og sjáum til eftir áramót. Ég er svo enn að leita að einhverju fyrir Sonju að gera. Hef heyrt að einhverjar stelpnanna hérna séu í ballet og fleiri danstímum um helgar og mig langar að skoða það frekar.
Við Óli erum svo búin að vera ágætlega dugleg í ræktinni, Óli samt duglegri en ég. Við erum að fara 3x í viku í ræktina þegar við erum búin að keyra krakkana og svo er Óli búinn að vera duglegur að fara í tennis og squash með strákunum hérna. ÉG hef hins vegar ekki gert neitt annað :S En hey allt er betra en ekkert! Mig langar samt voða að fara í tennis og svona en ég er svo léleg að það er ekkert voða gaman fyrir Óla að spila við mig og fáar/engar stelpur sem ég hef heyrt um í tennis. En það er ágætt að vera alla vega komin af stað, það er oftast erfiðasti hjallurinn.
Fór svo í síðustu viku með henni Steinunni minni á svona art námskeið. Reyndar er þetta ekkert námskeið, heldur aðstaða með leiðbeinanda til að mála. Manni var bara hent beint í djúpu laugina og settur í það að fara að mála. Ég var ekkert yfir mig ánægð með þetta, en ætla að gefa þessu séns og er alla vega búin að borga fyrir 6 tíma og sé svo til að þeim loknum hvað ég geri með framhaldið.
Svo erum við búin að vera ágætlega duglega að hitta liðið hérna, búin að fara tvisvar út að borða með íslendingum hérna, þar af einu sinn bara stelpur/konur sem búa hérna og svo grillaði liðið hérna (íslendingar og útendingar sem starfa hjá Air Atlanta) og það var svaka skrall ;)
Svo er hún Sonja Margrét mín auðvitað orðin 6 ára. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... Við vorum ósköp róleg á afmælisdaginn hennar, enda búin að halda upp á afmælið heima. Skvísan fékk að opna einn pakka strax um morguninn sem var prinsessukóróna sem hún var búin að biðja um, því maður verður jú að vera með kórónu á afmælisdaginn. Hún klæddi sig svo beint í afmælisfötin sem hún var búin að velja mörgum dögum áður, bleikur sparikjóll og bleikir háhælaðir skór og svo var kórónan sett upp og þar var hún allan daginn. Hún fékk svo fullt af pökkum frá okkur og var þetta aðallega Barbie dót og svo brúsi og nestisbox (auðvitað Barbie) í skólann. Hún var hæstánægð með gjafirnar. Dúlluðum okkur svo bara frameftir degi, fórum í sund og svona og svo var afmælisbarnið búið að ákveða að við ættum að fara út að borða á Fridays. Þangað var auðvitað farið að ósk afmælisbarnsins og það var mjög fínt og hún hæstánægð og það var auðvitað fyrir öllu.
Annars var toppnum nú eiginlega náð hjá skvísunni núna í fyrradag. Þá fór fyrsta tönninn loksins og mæ ó mæ, hvað skvísan stækkaði við þetta. Hún er ekkert smá ánægð og brosir út í eitt :)
Annars erum við bara búin að vera í rólegheitagírnum. Óli var í fríi í gær og þá fórum við í smá bíltúr inn í Chinatown í Kuala Lumpur og það var gaman að sjá það. Fullt af "ekta" töskum og sólgleraugum úrum og alls kyns drasli. Keyptum ekkert núna, löbbuðum bara um og skoðuðum. Sóttum svo Sonju Margréti snemma eftir að hafa keyrt aðeins um og farið löngu leiðina í skólann. Sigurður var á fótboltaæfingu eftir skóla (eitthvað sports carnival framundan hjá þeim í skólanum, æfingin var eitthvað í tengslum við það) og kom heim með Tinnu seinna um "daginn". Skelltum krökkunum svo aðeins í sund, því aldrei þessu vant var óvenjulítið að læra og svo bara að borða og upp í rúm með krakkana.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Reyni svo að vera duglegri að skrifa núna þegar tengingin er orðin betri.
Kv. Rósa
P.s. það eru einhverjar myndir á facebookinu mínu. Smá reyndar síðan síðustu myndir fóru inn en ég ætla bæta úr því í vikunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)