Undirbúningurinn heldur áfram

Jæja svo sem ekki margt gerst síðan síðast, en mig langaði samt að punkta aðeins niður það sem við höfum verið að gera síðustu daga.

Það tók ekki langan tíma að leigja íbúðina út. Skv. leigumiðlaranum ætlar sá sem skoðaði hana fyrstur að taka hana. Ég held að þau taki við íbúðinni/húsinu 1. september og því þurfum við líklega að fara út einhvern tíman í lok ágúst því þau þurfa að mála yfir íbúðina áður en nýja fólkið tekur við. Við þurfum eitthvað aðeins að lappa upp á eitthvað smá áður en við skilum af okkur, en það er ekki mikið. Líma 2 flísar í eldhúsinu (alltaf að losna þar því gólfið er úr timbri og hreyfist því aðeins), sparsla í öll göt svo þau geti málað beint og mála yfir veggina tvo sem ég fékk að mála í lit. Svo þurfum við að heyra í nýju leigjendunum hvort þau vilji halda einhverjum hillum sem við erum með hérna.

Það er alla vega allt í einu voða stutt í að ég þurfi að vera búin að pakka öllu niður og koma okkur út. Og mér finnst svoooo leiðinlegt að pakka, held það sé svona hér um bil það leiðinlegasta sem ég veit. Líka hálfóþægilegt að ég veit ekki alveg hvert búslóðin fer, eigum eftir að finna einhverja góða geymslu. En ég fór alla vega í fyrradag og fékk nokkra kassa hjá Erlu minni í Adams. Pakkaði niður í gær fötum sem eru þegar orðin of lítil á krakkana, eitthvað að handklæðum og sængurfatnaði (bara með eitt sett fyrir hvern og einn til skiptana) Svo þarf ég að fara vera dugleg að reyna byrja að pakka á næstu dögum. Verst bara að ég veit ekkert hvar ég á að byrja, hvað það er sem ég get alveg verið án þangað til að við förum út.

Annars eru skólamálin fyrir krakkana alveg að fara með mig þessa dagana sem og það að vera ekki búin að fá einhverjar nánari upplýsingar eins og hvaða dag við förum út og hvaða íbúð við fáum. Er eitthvað svo stressuð að krakkarnir komist ekki inn í skólann sem hinir íslensku krakkarnir eru í eða þá hvenær þau fá að byrja. Vil líka fá að vita hvenær við förum nákvæmlega upp á það hvort þau byrji í skólanum hérna heima og hvað þau verði lengi hérna, líka bara upp á að geta rætt þetta við skólann hérna heima, vil nefnilega endilega vera í góðu sambandi við hann svo ég geti haldið þeim við efnið á meðan við erum úti, vil ekki að þau missi neitt úr skólanum. Ætla að reyna ná mér í þær bækur sem þau ættu að nota hér heima áður en við förum út.

Jæja ætla að hætta í bili. Langar að fara að hitta hana Svövu mína, reyna nota tímann áður en við förum út. Finnst alveg glatað að vera búin að vera án hennar í heilt ár, bara til þess að fara sjálf út og vera þá án hennar :(  

Þetta er eitt af því erfiðasta að fara út, vera án fjölskyldunnar og vinanna, enda er ég svona frekar háð mínum nánustu og þetta verður því örugglega skrítið fyrir mig. Líka skrítið fyrir ömmur og afa að missa af barnabörnunum í allan þennan tíma og auðvitað ekki síður fyrir krakkana að geta ekki hitt þau þegar þau vilja. Vonandi geta þau kannski kíkt til okkar amk einu sinni á meðan við erum úti. En við gerum svo sem ekki ráð fyrir því að fá marga í heimsókn til okkar því þetta er nú ansi langt í burtu og ekki ókeypis að koma sér þangað niður eftir.

Bæ í bili...

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband