Prófin að baki

Þá er fyrstu próftörninni hjá krökkunum lokið. Síðustu prófin hjá þeim báðum voru á fimmtudaginn. Í tilefni af því fórum við með þau í bíó í gærkvöldi að sjá Madagaskar 2 og við skemmtum okkur öll frábærlega og krakkarnir áttu það svo sannarlega skilið, þau eru búin að vera mjög dugleg alla vikuna, enda er þetta slatta álag á ekki eldri börn.

Sigurður er búin að fá úr nokkrum prófum og það verður ekki annað sagt en að hann er að koma okkur skemmtilega á óvart. Lægsta einkunnin sem hann er búin að fá var í ensku og hún var 76,5 (hér bara gefið í prósentum, 100% auðvitað best) Málfræðin og málskilningur var það sem var að draga hann niður og það er eitthvað sem ég er viss um að á eftir að koma. Ekki það að þetta er frábær einkunn, þó svo hann væri búinn að vera hérna heillengi. Hann fékk svo 92 í Spelling, 94 í Math og 96 í bæði History og Geography. Hann á svo eftir að fá úr French, Science og Art ef ég man rétt.

Sonja Margrét er ekki farin að fá neitt úr sínum prófum en ég geri mér grein fyrir því að hún verður ekki mjög há á þessari önn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að henni að hún geti klárað öll prófin upp á 10 þegar hún skilur jafnvel ekki það sem er verið að biðja um. Fór yfir efnið með henni fyrir prófin og ég veit að hún t.d. kann stærðfræðina og Scinence upp á 10 ef prófið væri á íslensku, en það er bara ekki það sem er í gangi hérna. Ég legg litla sem enga áherslu á Bahasa Melayu og Mandarin, finnst nóg að hún nái enskunni vel svona til að byrja með.

Annars finn ég svaka mun á henni bara núna síðustu daga. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir að ég sé nokkuð viss um að henni hafi ekkert gengið alltof vel í prófunum kom hún yfirleitt skælbrosandi og ánægð heim, viss um að hún hefði staðið sig ótrúlega vel og það hefur bara hefið henni smá kraft. Það er eins og henni finnist hún allt í einu geta þetta. Ég hef reyndar fundið vaxandi áhuga hjá henni á því að læra enskuna að undanförnu, en núna er eitthvað mikið að gerast og ég er viss um að núna fari þetta að koma hjá henni. Í dag gerðist það t.d. í fyrsta skipti að ég sat hérna inni og hún kom til mín og bað um að við færum út í sund því hún vildi fara út að leika við stelpurnar og æfa sig í ensku! Ég hélt ég myndi bara detta niður af stólnum. Við fórum auðvitað út og hún fór og lék fullt við alla krakkana og ég heyrði að hún var að tala við stelpurnar. Ó mæ hvað ég var ótrúlega stolt af henni :) Þannig að núna verð ég bara að vera dugleg að halda henni við þegar við förum heim. En hún er alla vega farin að finna að ef hún ætlar að eiga vini hérna og tala eitthvað við krakkana verður hún að tala ensku. En það mikilvægasta er að hún er held ég farin að trúa því loksins að hún geti það.

Annars er þetta búin að vera frekar rólega vika. Flugið hans Óla á þriðjudaginn var fellt niður en hann er búin að vera duglegur að teikna og læra í staðinn.  Hann fór svo að fljúga áðan, kemur á morgun og fer aftur á þriðjudag ef ég man rétt og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag, daginn sem við förum heim.  Þannig að við rétt náum að kyssa hann bless áður en við hoppum upp í vél á leið til Íslands.  Ég er aðallega búin að vera í því að læra með krökkunum og hjálpa þeim að útbúa glósur og svona.  Fór reyndar í art tíma í gær (ó mæ var ekki vel upplögð og allt gékk mjög hægt) og skellti mér svo í síðbúin lunch með Steinunni og Wendy í KLCC.  Fórum á einhvern stað sem er í Petronasturnunum (eða þarna niðri eiginlega milli þeirra) og sátum úti með útsýni yfir garðinn og tjörnina sem eru þarna fyrir aftan.  Frekar næs og mjög flott.  Ætla að kíkja þangað með Óla eftir helgina.  Svo þarf ég að kíkja í Chinatown í næstu viku og að lokum þarf að klára að kaupa eitthvað af jólagjöfum.  Getum samt ekki keypt neitt voða mikið því það þarf að koma þessu öllu heim.  

Jæja ætla að skella mér í sturtu og hoppa upp í rúm og horfa á eins og einn þátt í tölvunni uppi í rúmi...

Bæjó,

Rósa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með það sem komið er....ekkert smá flott hjá þeim. Þið megið sko vera stolt af börnunum!

Já, það styttist óðum í ykkur.....góða ferð heim og við hlökkum alveg endalaust til þess að sjá ykkur.

Sirrý (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:14

2 identicon

Til hamingju með hvað þeim gengur vel í skólanum, ef þau eru að aðlagast og koma heim með bros á vör, eignast vini getur maður verið stoltur og glaður. Frábært hjá ykkur!

Óskar er mikið að reyna að læra ensk orð, Sonja mun vonandi vera dugleg að sýna hversu klár hún er sem og Sigurður.

Okkur hlakkar mikið til að fá ykur heim...Óskar spurði áðan við matarborðið hvort það væri ekki alveg öruggt að þið ætlið að sofa eitthvað hjá okkur, hann er svoooo spenntur

knús og kossar

bestu kveðjur frá okkur

Berglind, Hrafn, Óskar og Lúkas.

Berglind (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:30

3 identicon

Frábært að heyra hvað þeim gengur vel... þau eru ekkert smá dugleg!    Góða ferð heim og  hlakka mikið til að sjá þig eftir nokkra daga!  Knús, Bjarney

Bjarney Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:32

4 identicon

Hæ Rósa mín,

Mikið er gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur þarna út og krakkarnir að plumma sig svona rosalega vel :o)

Góða ferð heim og hafið það sem allra best

Kveðja, Malla

Malla (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:51

5 identicon

Gaman að heyra hvað það gengur vel hjá ykkur.  Ekki við öðru að búast, flottir krakkar þarna á ferð.  Hlakka til að sjá ykkur í des.  kv.Kristín

KristínK (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband