Ágætis laugardagur

Vaknað snemma í morgun eins og alla aðra morgna vikunnar. Áttum að vera mætt upp í Kór kl. 8:45. Vorum reyndar svolítið sein, mætt rúmlega 9, en mér til varnaðar var ég búin að láta þjálfarann vita að við værum sein. En Sigurður missti ekki af neinu svo þetta kom nú ekki mikið að sök. Þetta var sem sagt æfingaleikur á milli strákanna í HK sem æfa í Fagralundi/Snælandsskóla og þeirra sem æfa uppi í Kór. Þetta var mjög fínt. Frábær aðstaða þarna upp frá og Sigurður stóð sig vel. Hann er orðin mun duglegri að gefa á aðra en er enn sem fyrr mjög framliggjandi, óháð því hvaða stöðu hann spilar ;) Endar er hann venjulega bara látinn spila frammi, hehe.

Æfingaleikurinn var búinn rúmlega 10 og þá fórum við beint upp í Snælandsskóla. Þar var jólaföndur í dag og þar sem ég er í foreldrafélaginu var ég að vinna þar. Ég var í tréhópnum og voru krakkarnir með mér þar. Þau voru voða dugleg að mála alls konar dót, voða fín box, myndaramma og fleira. Þegar ég var búin á minni vakt um kl. 13 kíktum við aðeins á glerið og máluðum öll einn hlut þar og svo fórum við bara heim og létum þetta nægja í þetta skiptið. Komum við í sjoppunni, keyptum okkur franskar og fórum svo heim, borðuðum þær, horfðum aðeins á tv og höfðum það næs. Ég leyfði mér svo að leggja mig aðeins, þvílíkur lúxus, geggjað bara! Steinunn sys kíkti svo aðeins við og fékk lánaðar sprutugræjur í kökugerð.

Í kvöld útbjuggum við svo heimagerða pizzu. Erum nú venjulega með svoleiðis á föstudögum, en þar sem ekki var tími til að standa í svoleiðis í gær var ég búin að lofa þeim að við myndum útbúa svoleiðis í kvöld. Horfðum svo á Laugardagslögin og fengu þau að velja eitt lag (sameiginlega) og kjósa það. Þau voru síðan voða glöð þegar það lag vann. Þau voru svo send í bólið og eru vonandi sofnuð núna. Ég ætla kíkja aðeins á imbann en svo ætla ég að reyna fara tímanlega í bólið og sofa svo út.Hlakka ýkt til að þurfa ekki að vakna á einhverjum ákveðnum tíma í fyrramálið. Sérstaklega af því að þetta verður örugglega síðasti dagurinn sem ég verð í fríi í mánuðinum. Þannig að ég ætla að reyna að nýta hann vel (til að slaka á, hehe)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband