Rólegur sunnudagur

Fékk að sofa til kl. rúmlega 10 og það var æði. Meira að segja krakkarnir vöknuðu seint. Þau opnuðu auðvitað dagatalið sitt og fóru svo að horfa á tv-ið en ég lá bara í rólegheitunum upp í rúmi í tæpan klukkutíma í viðbót. Náði reyndar ekki að sofna en gat samt slakað á.

Dunduðum okkur svo eitthvað smá. Fórum svo í það að gera Sonju Margréti tilbúna (og okkur Sigurð auðvitað líka) en henni var boðið í afmæli hjá Emmu Sól klukkan 2. Rúmlega 1 voru allir svona hér um bil tilbúnir og við ætluðum að skjótast í Smáralindina og versla gjöf handa henni. En þá fannst bíllykillinn hvergi og við eyddum drjúgum tíma í að leita að honum. Við vorum búin að leita að honum alls staðar og orðin frekar despó en fundum hann að lokum í úlpuvasanum mínum. Ég hafði farið út í bíl í gærkvöldi að sækja það sem við höfðum föndrað um daginn og farið sem sagt út í úlpunni (og ekki þeirri sem ég hef verið að nota að undanförnu) og skellt lyklinum í vasann en ekki gengið frá honum. Við vorum því komin í Smáralindina rétt um eða rúmlega 9 og áttum þá eftir að versla. Höfðum þetta bara einfalt, fórum í Adams, keyptum náttkjól, Erla skellti honum í gjafakassa og út aftur. Sonja Margrét var svo mætt rétt fyrir hálf þrjú í afmælið.

Við Sigurður fórum út í búð og keyptum okkur kók (hann kók zero en ég birgði mig upp af lítilli kók í gleri sem var á tilboði í dag, 6 í pakka á 399, elska litla kók!) Fórum svo heim, hituðum upp pizzuna síðan í gær og borðuðum hana á meðan við horfðum á tv (er að reyna ná að klára alla þættina sem ég er búin að taka upp í vikunni, hehe) Settum svo upp rándýru seríuna í herbergið hans Sigurðar og er hann allsæll með hana (eins gott sko) og hún blikkar og gerir allar kúnstir í glugganum hans ;) Sótti svo Sonju Margréti í afmælið og kom aðeins heim áður en við fórum í mat til tengdó. Ryksugaði og skellti í eina vél svona rétt áður en við fórum og þá leið mér miklu betur og fannst ég hafa gert eitthvað gagn í dag. Ótrúlegt hvað maður getur aldrei slakað á, var búin að vera með massa samviskubit yfir því að hafa ekki nýtt daginn betur og verið á fullu að snurfusa heimilið fyrst ég var ekki í (hinni) vinnunni.

Fórum svo sem sagt í mat og það var æðislegt eins og venjulega. Dunduðum okkur þar aðeins, krakkarnir að spila við afa og kíkja í tölvuna og ég ræddi aðeins við Sonju um desember en hún ætlar að hjálpa mér fullt með krakkana, veit ekki hvernig ég færi að án hennar.

Erum núna komin heim og ég er að klára þvo það sem krakkarnir þurfa að taka með sér í skólana á morgun og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að brjóta saman þvott, það er svona á mörkunum að ég nenni því... Krakkarnir eru komnir upp í rúm en mér heyrist á öllu að þau séu ekki sofnuð, ótrúlegt hvað litla skessan getur endalaust vakað þegar það er komið upp í rúm :s

Jæja ætla að reyna fara gera eitthvað gagn og hætta að hanga í tölvunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband