Allt að fara á fullt

Það er búið að vera frekar mikið að gera síðustu tvo daga. Í gær var það auðvitað vinnan. Ég fór svo og sótti krakkana. Var reyndar óvart svolítið tímanlega í því og notaði því tímann áður en ég sótti þau til að sækja nýtt debetkort í stað þess rann út um síðustu mánaðarmót og til að sækja það dót sem ég var búin að taka frá hjá Erlu. Sótti svo krakkana og skaust með þeim heim til að taka til eitthvað dót fyrir þau að taka með niður í vinnu til mín. Vorum komin þangað rúmlega 5. Nóg að gera hjá pabba og ég var því niðri eitthvað fram yfir 6. Krakkarnir voru voða góðir, lærðu, horfðu aðeins á sjónvarpið (dvd) og svo lögðu þau sig í fína "rúmið" sem við keyptum í Ikea. Þau sofnuðu nú reyndar ekki en náðu alla vega að hvíla sig aðeins. Þetta var auðvitað eitthvað nýtt og spennandi og því kannski hægt að ætlast til þess af þeim svona fyrsta kvöldið. Vona samt að þau læri það smám saman svo ég geti náð að vinna eitthvað á kvöldin. Við fórum heim um kl. 10 og þá voru þau orðin vel þreytt þrátt fyrir að hafa verið uppi í rúmi í rúma klst. Sjáum til hvernig þetta gengur næst. Horfði aðeins á sjónvarpið en var svo þreytt að ég meikaði bara einn þátt.

Vaknaði samt ógó þreytt í morgun. Óþolandi að vera endalaust svona þreyttur. Sigurður í skólann og svo tókum við mæðgur okkur til. Kom við í bakaríinu á leiðinni niður eftir. Var síðan frekar dugleg í dag, en ótrúlega þreytt. Dreif mig svo heim. Sótti Sonju Margréti og svo Sigurð. Þá uppgötvaðist að ég hafði gleymt að honum var boðið í afmæli sem átti að byrja eftir 15 mín! Heim að útbúa afmæliskort og svo var 500 krónum stungið inn í það. Sonja Margrét var búin að fá leyfi til að fara í heimsókn til Júlíu og það var því keyrt beint inn í Kópavog með hana. Það passaði að ég átti þá akkúrat að vera mætt út í skóla til að setja upp jólaföndrið sem er á vegum foreldrafélagsins á morgun. Var þar til ca 18:15 og þá brunaði ég upp í Kringlu til að sækja Sigurð í afmælið sem átti að vera búið kl. 18:30. Kíktum í Zöru og ég fékk loks peysu utan yfir jólakjólinn hennar Sonju Margrétar og svo keypti ég jakka fyrir Sigurð sem honum langar svo í og fær frá einhverjum í jólagjöf. Þá var klukkan orðin það margt að ég átti að vera búin að sækja Sonju Margréti og allt of mikið til að fara að byrja að útbúa heimatilbúna pizzu eins og við gerum venjulega á föstudögum. Það var því valin auðvelda leiðin í þetta skiptið og við kipptum McDonalds með okkur á leiðinni heim. Sonja Margrét pikkuð upp og svo heim að borða. Smá tv fyrir krakkana og svo í bólið.

Á morgun verður svo aftur mjög mikið að gera. Er búin að sjá þessa helgi í hyllingum, hlakkaði svoooo til að fá að sofa aðeins út. En nei!!! Á morgun er sem sagt æfingaleiku uppi í Kór. Mæting kl. 8:45 sem þýðir að ég þarf að vakna í síðasta lagi kl. 8. En það þýðir þó að ég fæ að sofa hálftíma lengur en í miðri viku! Ætla sko að vona að ég fái að sofa út á sunnudaginn. Sérstaklega þar sem það verður örugglega mikið að gera alveg fram að jólum og lítið upp að fólk hér á heiminu geti slappað af og haft það næs. Jæja ætla að sjá hvort krakkarnir séu ekki að sofna og svo ætla ég að hlamma mér fyrir framan sjónvarpið og horfa á amk einn þátt áður en ég fer að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband