Langt síðan síðast...

Ég veit...ógó langt síðan ég skrifaði síðast.

Það er reyndar alveg ástæða fyrir því. Óli kom heim í óvænta heimsókn á laugardaginn og þá var einhvern vegin ekki alveg ástæða til að skrifa hvað við værum að gera dags daglega, enda þetta sérstaklega gert fyrir hann á meðan hann er í útlöndum.

Dagarnir áður en Óli kom heim voru fínir. Reyndar var fimmtudagskvöldið með krakkana í vinnunni frekar erfitt, þau voru óvenju ergileg, örugglega bara þreytt þessar elskur og ég kom því ekki miklu í verk. Á föstudeginum var mér boðið í kaffi og á danssýningu í leikskólanum hjá Sonju Margréti. Hún var auðvitað rosa dugleg, fín og sæt. Um kvöldið var síðan síðan líklega síðasta heimabakaða pizzan fyrir jól og kósý kvöld, ótrúlega næs. Á laugardeginum var svo nóg að gera. Ég fór með krakkana í Laugardagshöllina á tónleika með Björgvini Halldórs og jólagestum hans. Ótrúlega flott og skemmtilegt og gaman að fara svona með krakkana. Þau fóru svo til Sonju og ég fór á jólahlaðborð með öllum úr vinnunni og gat tekið Óla með mér. Jebb, hann lenti sem sagt seinnipartinn og mætti óvænt í jólahlaðborðið. Það var mjög skemmtilegt þar (enda ótrúlega skemmtilegt fólk sem vinnur með mér) og jafnskemmtilegt að sækja krakkana daginn eftir en þau höfðu ekki hugmynd um að Óli væri að koma heim. Við tóku svo frábærir dagar með Óla heima. Ég var auðvitað mikið í vinnunni, en það var líka gott að þurfa ekki að redda neinni pössun á kvöldin og hafa einhvern til að kjafta við á kvöldin. Það er ótrúlegt hvað maður verður háður þessum elskum og það er eins og það vanti á mann einhvern útlim að hafa hann ekki hjá mér alla daga, alltaf.

Óli fór svo út á fimmtudagsmorguninn :( og síðan þá (og reyndar áður en hann fór út) er allt búið að vera brjálað í vinnunni og veðrið búið að vera enn brjálaðara. Ég var óvart heima á fimmtudagskvöldið eftir að hafa verið óralengi að sækja Sigurð í fimleika (það fór að snjóa og það voru bílar spólandi út um allar trissur, ótrúleg hálka og almennt umferðaröngþveiti með tilheyrandi aftanákeyrslum og skemmtilegheitum) og mér leist illa á blikuna hvað varðaði færð seinna um kvöldið þegar ég þyrfti að fara heim með elskurnar. Á föstudeginum var auðvitað bandbrjálað veður. Ég fór samviskusamlega með börnin í skólann. Þorði nú reyndar ekki að láta Sigurð labba í skólann einan og keyrði hann og fór með Sonju um leið. En veðrið hélt áfram að versna og í útvarpinu var víst búið að ráðleggja fólki að halda börnum bara heima. Ég hálffríkaði út, fannst ótrúlega óþægilegt að vita af þeim í skólanum á meðan ég væri allt annars staðar í bænum í vinnunni, vildi bara hafa þau hjá mér. En ég var líka hálfstressuð að vera keyra eitthvað ein með þau en ég gat ómögulega sleppt vinnunni núna þegar það var svona stutt til jóla. Úr varð að ég sótti krakkana í skólann og fór með pabba á hans bíl (aðeins öruggari en minn) niður í búð og þar vorum við öll saman þangað til um kvöldið þegar við fórum öll saman heim eftir lokun, sem var kl. 22. Þau voru ótrúlega dugleg þessar elskur að vera þarna með mér allan daginn. Þetta var auðvitað svolítið erfitt á tímabili, sérstaklega átti Sonja Margrét erfitt með að hlýða öllu, en í heildina gékk þetta vel.

 Leikskólajólaballið

Í morgun fórum við svo á jólaball í leikskólanum. Það var haldið úti í Snælandsskóla. Við þurftum að mæta kl. 10 því ég er í stjórninni í foreldrafélaginu og það sá um ballið. Ballið átti að byrja kl. 11 en áður þurfi að skreyta salinn o.fl. Það gékk allt saman mjög vel, fín mæting og skemmtilegur jólasveinn sem kíkti á okkur. Við þurftum svo að ganga frá og eftir það fórum við aðeins út í sjoppu og tókum diska fyrir krakkana. Fórum heim og fengum okkur hádegismat og kíktum aðeins á Transformers. Sonja kom svo og sótti krakkana en ég fór niður í vinnu. Frekar mikið að gera og ég var lítið uppi. Sótti svo krakkana til Sonju um kl. 18:30 því hún var að fara í jólahlaðborð og skuttlaði þeim til Beggu systir. Þar var svaka stuð þegar ég fór og greinilegt að Óskar sem er búinn að vera einn heima með hlaupabóluna var ýkt kátur að fá að leika við einhverja krakka. Fór aftur niður í búð. Frekar órólegt og ég hefði því alveg mátt koma meiru í verk uppi á verkstæði. Búðin var opin til kl. 22 og ég var farin af stað til Beggu eitthvað rétt fyrir 23. Sótti krakkana og drifum okkur heim. Sonja Margrét fór beint í bólið en við Sigurður stálumst til að klára Transformers. Mæ ó mæ lifnaðurinn á krökkunum þessa dagana :s Drifum okkur svo í bólið og vonuðum að jóli væri nú ekki farin framhjá okkur þó svo klukkan væri orðin svona margt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband