Vikan hálfnuð

Mæ ó mæ, kominn miðvikudagur og ég er ekkert búin að blogga alla vikuna...ekki góð frammistaða!

Ekki það að það hefur svo sem ekki mikið verið í gangi hjá mér, vakna, vinna, vinna aðeins meir, sofna alltof seint... Svona hefur þetta sem sagt verið hjá mér síðustu daga. Algerlega grínlaust, það er sko ekkert spennandi í gangi hjá mér þessa dagana.

Á mánudaginn fór ég með mömmu í Echo og upp í Hvítlist. Völdum fullt af flottri vöru í Echo (mest svona ódýrari hluti, en það er svo sem það sem okkur vantar) og svo keyptum við tvö ný roð í Hvítlist í nýju armböndin sem ég hef verið að gera. Rétt náði að sækja Sonju Margréti í leikskólann og svo beint heim. Tengdó beið þar eftir mér en hún var að sækja auka bílstólana því hún ætlar að hjálpa mér fullt fram að jólum og þá er nú gott fyrir hana að hafa stóla. Biðum svo eftir Sigurði (var á fótboltaæfingu) og fórum svo niður í búð. Krakkarnir voru ósköp góðir en Sonja Margrét var nú ekki alveg á því að fara að sofa niðri í búð á fína "rúminu" sem við vorum búin að kaupa. Sigurður sofnaði hins vegar fljótlega. Hætti að vinna um kl. 22 og dreif mig og krakkana þá heim. Sonja Margrét var í svaka stuði og ætlaði sko ekki að fara að sofa strax...

Vaknað snemma og Sigurði komið í skólann. Leyfði Sonju Margréti að sofa aðeins lengur, vildi ekki alveg leggja það á starfsfólkið í leikskólanum að þurfa díla við litlu dramadrottninguna eftir aðeins of lítinn svefn. Var mætt með hana rétt fyrir kl. 10 og þá var hún svaka hress og kát :)

Vinnan ósköp venjuleg hjá mér. Fór rétt fyrir 4 og sótti krakkana og brunaði upp í Gerplu en Sonja Margrét var á æfingu. Settist niður inni í sal á meðan og þurfti að hafa mig alla við að sofna ekki. Eftir æfinguna brunuðum við svo niður í búð og það var unnið fram eftir kvöldi. Það gékk betur í kvöld hjá krökkunum að sofna. Sigurður var ósköp heimilislegur, bara rétt á brókinni og stuttermabol uppi í rúmi og það tók hann smá stund að sofna. Veit ekki alveg hvenær Sonja Margrét sofnaði (eða hvort hún gerði það yfir höfuðið, held það samt) en hún lá alla vega uppi í rúmi og hvíldist þá alla vega eitthvað. Þetta virðist því vera að koma, þau þurfa bara smá tíma til að átta sig á þessu öllu. Vann til 22:30 og þá fórum við heim. Krakkarnir beint upp í ból og mjööög fljót að sofna aftur. Kíkti aðeins á tv og talaði við ástina mína í símann. Langar sko aldrei að skella á hann :( Sakna þess ekkert smá að hafa hann ekki í kringum mig á hverjum degi og geta talað við hann þegar mig langar til.

Leyfði Sonju Margréti að sofa aðeins lengur í morgun líkt og í gær. Mætti sjálf aðeins of seint, klukkan var örugglega orðin rúmlega 10. Tókum til uppi á verkstæði og nú er allt voða fínt hjá okkur. Ætlaði að skreyta líka en komst ekki í það. Þurfti að klára einhverja verndarengla sem Einar ætlaði að vera búinn með og svo var bara allt hálfkreisí, nóg að gera þessa dagana sko. Þurfti ekki að fara úr vinnunni í dag því Sonja var svo yndisleg að sækja krakkana fyrir mig og fara með til sín. Vann í staðin ekki eins lengi. Ætlaði að vera vinna til kl. 21, en ég kláraði ákveðið verkefni kl. 20:30 þannig að ég ákvað bara að drífa mig að sækja krakkana þá, það tók því eiginlega ekki að vera byrja á nýju verkefni.

Æðislegt að komast heim á næstu eðlilegum tíma. Henti krökkunum í örstutt bað, enda hefur verið frekar erfitt að finna tíma fyrir bað þegar þau eru greyin með mér í vinnunni fram á miðja nótt hér um bil. Gékk aðeins frá, tók út úr og setti í uppþvottavél og ýmislegt svoleiðis. Mér líður miklu betur að vera bara búin að ganga frá flestum hlutum. Það þyrfti að ryksuga hér og skúra en þetta er samt miklu, miklu betra. Er búin að henda í þvottavél og er að fara að setjast niður og brjóta saman þvott og ætla að horfa á einhvern góðan þátt í tv-inu á meðan.

Jæja ætla að reyna fara að drífa mig að brjóta saman þvott svo ég fari ekki alltof seint að sofa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband