Helgin...

Ótrúlegt en satt, ég er farin að blogga :)

Nú reyndar aðallega gert fyrir húsbóndann á heimilinu sem þeysist um háloftin og er alltof sjaldan heima. Maður verður nú að leyfa greyinu að fylgjast með því sem gerist hér heima.

Kallinn flaug sem sagt út í gærmorgun og eftir sitjum við hin. Gærdagurinn var reyndar alveg ágætur, rólegur og þægilegur. Krakkarnir skriðu seint framúr og fóru þá upp og fengu sér morgunmat á meðan ég gat lesið blöðin og slakað á uppi í rúmi sem var æðislegt. Svo var farið í smá tiltekt. Ætlaði reyndar að vera voða dugleg að skreyta en endaði á því að hreinsa út fullt af gömlum blöðum héðan og þaðan, láta staflann úr eldhúsinu hverfa, sem og að taka upp úr síðasta kassanum síðan við fluttum (nei við erum ekki flutt aftur, hann er frá því í júlí í FYRRA!) Þetta var svona draslkassi, fullur af dóti sem ég hef ekkert saknað í rúmt ár og fór því að mestu í tunnuna. Ótrúlega fljót að þessu þegar ég drullaði mér til þess. En sem sagt lítið skreytt. Náði þó að hengja upp tvo ljóskransa og þeir gera alveg ótrúlega mikið. Hlakka til að halda áfram að skreyta.

Krakkarnir voru bara aðallega að dandalast eitthvað saman, horfa á sjónvarpið og leika sér inni hjá sér. Egill Gauti kom líka aðeins í heimsókn og það var mikið stuð á þeim öllum saman og þau voru örugglega í rúmlega klst að leika sér í feluleik öll þrjú saman.

Fórum ekki í mat til tengdó í gær því við fórum til hennar á laugardaginn og svo finnst mér bara alger óþarfi að hún sé að elda ofan í mig og krakkana þegar hvorki Óli né einhver hinna systkinanna eru hérna. Ekki það er voða gaman að fara til þeirra, en kannski óþarfa vinna fyrir hana. En þau eiga nú eftir að sjást mikið í næsta mánuði, ég þarf örugglega á hjálp hennar að halda með krakkana þegar það fer að verða brjálað í vinnunni. En alla vega bara svona smá snarl hjá okkur, skyr og brauð og svo fengum við okkur reyndar heitt súkkulaði með rjóma og piparkökurnar sem við vorum að skreyta á laugardeginum öll fjölskyldan saman. Þá ræddum við líka öll saman, voru með svona fjölskyldufund. Þau ætla að vera voða dugleg að hjálpa mér í jólaundirbúningnum og brjálæðinu í vinnunni. Þau fóru svo í bólið og ég ætlaði að fara að baka smá...

En þá fór rafmagnið af og við enduðum uppi í sjónvarpsherbergi með fullt af kertum, rauð epli og spiluðum olsen, olsen. Frekar kósý :) En ég þurfti samt að klára að baka þegar rafmagnið komst loks á og krakkarnir voru komnir (aftur!) í bólið. Svo er þessi ofn alveg óendanlega leiðinlegur og helmingurinn af kökunum var ónýtur og marengsinn sem átti að vera í saumó er í skoðun :s

Ég fór því allt of seint að sofa og vaknaði þreytt eftir því. Þoli ekki að byrja vikuna svona. Sigurður mætti á réttum tíma í skólann og svo fór ég í að koma okkur mæðgum út. Það tók samt sinn tíma og ég var mætt kannski 9:45 í vinnuna, eftir að hafa komið henni í skólann og komið við á einu stað á leiðinni. Ætla mér að vera mætt fyrr á morgun (ekki það að ég var nú mætt fyrst!). Annars var þetta nú ekkert spes dagur, var í búðinni í allan dag því Valdís er úti í Köben og mamma gleymdi að tala við Steinku sys. Þannig að ekki var mikið framleitt í dag. Ætla að reyna fara snemma að sofa í kvöld og mæta hress og kát á morgun og smíða eitthvað geggjað, verð bara að fara að komast í svolítið vinnustuð.

Jæja núna tekur hin vinnan við. Skítugt heimilið bíður og ég verð að vera voða dugleg ef ég ætla að ná að halda saumó hér á miðvikudaginn, sérstaklega af því að ég verð mjög upptekin næstu daga. Þannig að ég hef nú ekki tíma til að hanga svona í tölvunni og kveð að sinni...

Rósa


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband